Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 62
60
ÚRVAL
Minningargreinar eru sagðar þjóðaríþrótt íslendinga. Víst er
um það, að margir freistast hér til að minnast vina sinna á
prenti, en það er ekkert einsdæmi. Menn milljónaþjóða hafa
margir hverjir jafn ríka þörf fgrir tjáningu af þessu lagi —
reginmunurinn er kannski skilningur fjölmiðla á þessari þörf.
Sá bókarúrdráttur, sem hér fylgir á eftir, er úr einni bestu og
næmustu minningargrein, sem skrifnð hefur verið. Hún er eins
konar formáli að bókinni „The Log From The Sea Of Cortez“,
eftir höfuðsnillinginn John Steinbeck. Meginhluti bókarinnar
fjallar um rannsóknarferð höfundarins og Eds Ricketts, sem
margir kannast við úr öðrum bókum Steinbecks sem „Doc“.
/ inngangi bókarinnar fer Steinbeck á kostum, þegar hann
minnist vinar síns, sem þá er látinn.
Hér er um að ræða sérstæðan persónuleika, sem lýst er á eftir-
Hann hélt út á götuna, sem er
opinberlega nefnd Ocean View
Avenue og kölluS Cannery Row.
Gamli bíllinn hans stóð við stétt-
ina, aldurhniginn og ellimóður.
Bíllinn var dyntóttur og erfiður í
gang. Ed þurfti á nýjum bíl að
halda, en aðrir hlutir urðu að
ganga fyrir.
Ed pumpaði bensíngjöfina, þar tii
forn og óþétt vélin tók við sér með
brjóstveikislegum hósta, sem gaf til
kynna, að hún gengi. Ed rak í lú-
inn gír og hélt af stað upp götuna.
Hann stefndi þangað, sem teinar
Suður-Kyrrahafsjárnbrautarinnar
— STYTT ÚR BÓKINNI „THE LOG FROM THE SEA OF CORTEZ -
minnilegan og elskulegan hátt.
étt í ljósaskiptunum.
kvöld eitt í apríl 1948,
hætti Ed Ricketts störf-
um í vinnustofunni í
Cannery Row. Hann
breiddi yfir tækin sín
og lagði pappírana og spjöldin í
spjaldskrána til hliðar. Hann bretti
niður ermarnar á ullarskyrtunni og
fór í brúna frakkann, sem var ein-
um of lítill á hann og trosnaður á
olnbogunum.
Hann langaði í steik í matinn og
vissi um nákvæmlega rétta stað-
inn í New Monterey, þar sem hann
fengi fína, mjúka steik.