Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 69
MINNING UM VIN
67
an alelda. Hann þreif ritvélina sína,
þaut niður í kjallara og náði bíln-
um út á elleftu stundu, rétt í því
að húsið hrundi til grunna. Hann
átti engar buxur lengur, en sam-
göngutæki og tjáningaráhald. Hann
dáðist alltaf af vali sínu. Vísinda-
bókasafnið hans, sem hann hafði
komið sér upp á löngum tíma með
gífurlegri þolinmæði, sumt af því
óbætanlegt, var horfið. Öll tækin
hans, smásjárnar, spírituskrúsirnar,
birgðirnar — allt var horfið. Fyrir
utan bílinn og ritvélina bjargaðist
aðeins eitt:
Ed átti fágætlega góðan peninga-
skáp. Svo góðan, að hann lifði í
stöðugum ótta um, að einhver fá-
fróður og rómantískur innbrots-
þjófur kynni að halda, að eitthvert
verðmæti væri í skápnum, og
skemmdi hann með því að reyna
að sprengja hann upp. Þess vegna
gætti hann þess ekki aðeins að læsa
skápnum aldrei, heldur setti spýtu-
kubb í læsinguna til að tryggja, að
ekki væri hægt að læsa honum ó-
vart. Þar að auki limdi hann orð-
sendingu yfir talnalæsinguna þess
efnis, að skápurinn væri ekki læst-
ur. Enda kom í ljós, að ekkert var
til að læsa inni í skápnum hvort
sem var. Þess vegna varð skápur-
inn aðallega athvarf ýmissa mat-
væla, sem flugurnar í Cannery Row
hefðu ella kunnað að ásælast, en
þær fóru í flokkum um staðinn.
Aðallega héldu þær til hjá úrgang-
inum frá niðursuðuverksmiðjunum,
en höfðu ekkert á móti einhverri
tilbreytingu frá fiskinum. Og það
verður að segjast, að skápurinn
reyndist öllum flugum ofurefli.
En snúum aftur að eldinum. Þeg-
ar glóðin í rústunum kulnaði, lá
peningaskápurinn á hliðinni þar
sem hann hafði hlunkast niður,
þegar gólfið brann undan honum.
Hurðin lá að falsinu. Og þetta hlýt-
ur að hafa verið afbragðs skápur,
því þegar við opnuðum hann, fund-
um við í honum hálfan ananasbúð-
ing, fjórðung af Gorgonzola-osti og
opna sardínudós — allt í besta lagi
nema sardínurnar. Þær voru dá-
lítið þurrar. Ed gat varla dáðst
nógsamlega að skápnum. Hann
sagði, að ef verðmæti hefðu verið
í skápnum, hefði þeim örugglega
verið borgið. „Hugsið ykkur bara,
hvað Gorgonzola osturinn er við-
kvæmur," sagði hann. „Það getur
ekki hafa verið mjög heitt í skápn-
um. Osturinn er hreinasta lostæti
ennþá.“
Þrátt fyrir sinn mikla lærdóm,
eða ef til vill vegna hans, var Ed
um margt ærið barnalegur. Eftir
eldsvoðann voru höfðuð mörg mál
móti rafmagnsveitunni, á þeim
grundvelli, sem síðar sannaðist
rangur, að rafveitan væri fébóta-
skyld, ef eldsupptökin hefðu verið
vegna mistaka eða trassaskapar
hennar.
Pacific Biological Laboratories,
Inc., var meðal sækjenda í þessu
máli. Ed gekk fyrir hæstaréttinn í
Salinas til að bera vitni. Hann sagði
sannleikann eins ijóst og ítarlega
og hann gat. Hann unni sannleik-
anum og trúði á hann. Svo heillað-
ist hann af réttarhöldunum og kvið-
dómnum og dvaldi svo dögum skipti
í réttinum, meðan hann gaumgæfði
réttarkerfið af sama hlu.tlæga áhug-