Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 69

Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 69
MINNING UM VIN 67 an alelda. Hann þreif ritvélina sína, þaut niður í kjallara og náði bíln- um út á elleftu stundu, rétt í því að húsið hrundi til grunna. Hann átti engar buxur lengur, en sam- göngutæki og tjáningaráhald. Hann dáðist alltaf af vali sínu. Vísinda- bókasafnið hans, sem hann hafði komið sér upp á löngum tíma með gífurlegri þolinmæði, sumt af því óbætanlegt, var horfið. Öll tækin hans, smásjárnar, spírituskrúsirnar, birgðirnar — allt var horfið. Fyrir utan bílinn og ritvélina bjargaðist aðeins eitt: Ed átti fágætlega góðan peninga- skáp. Svo góðan, að hann lifði í stöðugum ótta um, að einhver fá- fróður og rómantískur innbrots- þjófur kynni að halda, að eitthvert verðmæti væri í skápnum, og skemmdi hann með því að reyna að sprengja hann upp. Þess vegna gætti hann þess ekki aðeins að læsa skápnum aldrei, heldur setti spýtu- kubb í læsinguna til að tryggja, að ekki væri hægt að læsa honum ó- vart. Þar að auki limdi hann orð- sendingu yfir talnalæsinguna þess efnis, að skápurinn væri ekki læst- ur. Enda kom í ljós, að ekkert var til að læsa inni í skápnum hvort sem var. Þess vegna varð skápur- inn aðallega athvarf ýmissa mat- væla, sem flugurnar í Cannery Row hefðu ella kunnað að ásælast, en þær fóru í flokkum um staðinn. Aðallega héldu þær til hjá úrgang- inum frá niðursuðuverksmiðjunum, en höfðu ekkert á móti einhverri tilbreytingu frá fiskinum. Og það verður að segjast, að skápurinn reyndist öllum flugum ofurefli. En snúum aftur að eldinum. Þeg- ar glóðin í rústunum kulnaði, lá peningaskápurinn á hliðinni þar sem hann hafði hlunkast niður, þegar gólfið brann undan honum. Hurðin lá að falsinu. Og þetta hlýt- ur að hafa verið afbragðs skápur, því þegar við opnuðum hann, fund- um við í honum hálfan ananasbúð- ing, fjórðung af Gorgonzola-osti og opna sardínudós — allt í besta lagi nema sardínurnar. Þær voru dá- lítið þurrar. Ed gat varla dáðst nógsamlega að skápnum. Hann sagði, að ef verðmæti hefðu verið í skápnum, hefði þeim örugglega verið borgið. „Hugsið ykkur bara, hvað Gorgonzola osturinn er við- kvæmur," sagði hann. „Það getur ekki hafa verið mjög heitt í skápn- um. Osturinn er hreinasta lostæti ennþá.“ Þrátt fyrir sinn mikla lærdóm, eða ef til vill vegna hans, var Ed um margt ærið barnalegur. Eftir eldsvoðann voru höfðuð mörg mál móti rafmagnsveitunni, á þeim grundvelli, sem síðar sannaðist rangur, að rafveitan væri fébóta- skyld, ef eldsupptökin hefðu verið vegna mistaka eða trassaskapar hennar. Pacific Biological Laboratories, Inc., var meðal sækjenda í þessu máli. Ed gekk fyrir hæstaréttinn í Salinas til að bera vitni. Hann sagði sannleikann eins ijóst og ítarlega og hann gat. Hann unni sannleik- anum og trúði á hann. Svo heillað- ist hann af réttarhöldunum og kvið- dómnum og dvaldi svo dögum skipti í réttinum, meðan hann gaumgæfði réttarkerfið af sama hlu.tlæga áhug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.