Úrval - 01.02.1975, Page 80

Úrval - 01.02.1975, Page 80
78 ÚRVAL hann ekki skemmdist. Hann gat borið drápsklyfjar yfir gljúpan og votan sand langtímum saman, án þess að á honum sæjust þreytu- merki. Hann hafði gífurlegt mót- stöðuafl. Það þurfti heila járn- brautarlest til að drepa hann. Ég held, að ekkert minna hefði dugað. Þefskyn hans var háþróað. Hann snasaði af öllum mat, áður en hann lét hann upp í sig, ekki bara hverj- um diski, heldur sérhverjum bita. Það brást ekki, að hann hnusaði af hverju sjávardýri, um leið og hann tók það upp. Hann talaði um lykt hinna ýmsu dýra, og sérhver geðshræring og jafnvel hugsanir báru honum sérkennandi ilm, — vafalítið tengdan einhverri reynslu, góðri eða illri. Hann talaði oft um lykt af fólki, hve sérkennandi lykt- in af hverjum og einum væri, og hve breytileg. Og þegar hann var ástfanginn, var ilmanin honum sér- stakt fagnaðarefni. Með hliðsjón af viðkvæmni hans skyldi maður halda, að svokölluð vond lykt væri honum óþolandi, en því var ekki að heilsa. Hann gat lotið yfir rotnandi vefjaleifar eða daunill innýfli úr ketti án þess að virðast taka eftir steggnum. Ég var vitni að því, að hann skreið inn í hákarlshræ, sem legið hafði þó- nokkurn tíma í sólinni, til að ná í hákarlslifrina án þess að ljós kæm- ist að henni, og þar var sá versti fnykur, sem ég get ímyndað mér. Ed tignaði vönduð áhöld og tæki, og hafði tilsvarandi ímugust á þeim, sem voru illa gerð. Oft talaði hann með foragt um ,,neytendaskran“ — hluti, sem áttu að grípa augað, en voru í rauninni lítið annað en málning og króm. Á hinn bóginn gladdist hann einlæglega yfir vel gerðri smásjá. Einu sinni færði ég honum frá Svíþjóð vandað skurð- hnífasett, skurðlæknaskæri og fín- gerðar tengur. Ég man alltaf hvað hann var yfir sig glaður. Þar sem með þurfti, var vinnu- stofa hans óaðfinnanlega hrein og tækin í stakasta lagi. En íbúðar- hluti hússins var ekki hreinn. Hann sagði, að flest fólk borgaði of mik- ið fyrir það, sem það vildi í raun- inni ekki, borgaði of mikið í tíma og fyrirhöfn. „Ef sópað gólf færir þér þá ánægju, að hún gjaldi fyrir- höfnina, þá fyrir alla muni sópaðu það,“ sagði hann. „En ef þú sérð ekki svo mikinn mun, hvort þú sópar það eða ekki, er of dýrkeypt að sópa það.“ Ég held, að hann hafi sett sér lífsreglurnar einu sinni, þegar streitan hafði þjarmað að honum. Hann var þá bláfátækur og þurfti að sjá fyrir þremur börnum. Hann lagði þeim lífsreglurnar á ákaflega hátíðlegan hátt: „Við verðum að muna þrennt," sagði hann við þau. „Ég ætla að segja ykkur það í þeirri röð, sem leggja ber áherslu á það. Númer eitt og mikilvægast: Við verðum að skemmta okkur eins mikið og við getum. Númer tvö: Við verðum að borða eins vel og við getum, því ef við gerum það ekki, höfum við hvorki heilsu né þrótt til að skemmta okkur eins og við gætum annars. Og í þriðja lagi það sem minnstu máli skiptir Við verðum að halda húsinu sæmilega hreinu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.