Úrval - 01.02.1975, Side 83

Úrval - 01.02.1975, Side 83
MINNING UM VIN 81 Ég tengdist rannsóknarvinnustof- unni á afar einfaldan hátt. Fyrir allmörgum árum sökk Ed svo djúpt í skuldir, að vextirnir sugu allt blóð úr starfseminni. Dapur í bragði bjóst hann til að hætta öllu og fórna sjálfstæði sínu — réttinum til að sofa fram eftir og vinna fram eftir, réttinum til að taka sjálfur ákvarðanir. Vinnustofan gaf nóg af sér til að ganga og halda lífinu í Ed, ekki bönkunum líka. Á þessum tíma átti ég svolitla peninga, sem ég hafði lagt til hlið- ar, svo ég yfirtók bankalánin og lækkaði vextina, þangað til þeir hurfu. Ég vissi, að þessir peningar mínir myndu hverfa hvort sem var. Til tryggingar láninu fékk ég bréf upp á meðeign í fyrirtækinu og veð í eigninni. Ég skildi ekki mik- ið af þessu, en það var nóg til þess, að vinnustofan blakti í tíu ár í viðbót .Þannig varð ég hluthafi í furðulegu fyrirtæki. Ekki get ég sagt, að ég leggði neitt fram til að réttlæta velgengni þess. Hún hlýt- ur að flokkast undir galdra. Ég finn enga aðra frambærilega skýr- ingu. Framkvæmdastjórafundur skar sig frá venjulegu partýi að- eins fyrir það, að á fundinum var meiri bjór. Ferð okkar um Kalifor- níuflóa var dýrðleg. Þegar Ed lést, höfðum við skipulagt og búið okk- ur að fullu undir langa rannsókn- arferð til Queen Charlotte eyja. Ed ætlaði að leggja af stað eftir mán- uð, og ég átti að ná honum í fyrsta áfangastað. Kannski einhverjir aðrir rannsaki þessa staði. Mig langar ekki lengur. Nú dregur að lokum þessa bálks. Ég hef ekki minnst á samband Eds við eiginkonurnar hans, né börnin þrjú. Ég hef ekki tíma til þess, og veit auk heldur ekkert um það. Ég hef reynt að einangra og meta þann mikla hæfileika í Ed Ricketts, sem gerði það að verkum, að öllum þótti svo vænt um hann og sakna hans svo mjög, nú þegar hann er allur. Sannarlega var hann áhuga- verður og heillandi maður, en hann bjó yfir hæfileikum, sem náðu langt út fyrir þetta. Kannski var það hæfileiki hans til að þiggja, að þiggja hvað sem var, af hverjum sem var, að þiggja á þokkafullan og þakklátan hátt, svo gjöfin virt- ist dýr og fín. Þess vegna þótti öll- um gott að gefa Ed, — gjöf, hugsun, eitthvað. Það er svo auðvelt að gefa, það gerir mann svo stóran. Að þiggja krefst á hinn bóginn, eigi það að vera vel gert, sjálfsþekkingar og hlýhugs. Það þarf vissa blöndu af auðmýkt og háttvísi og djúpstæð- an skilning á mannlegum samskipt- um. Þegar þú þiggur, getur þú ekki sýnst, ekki einu sinni í eigin aug- um, betri, sterkari eða gáfaðri en gefandinn, þótt þú verðir að vera gáfaðri til að gera þetta vel. Það þarf sjálfsvirðingu til að þiggja — ekki sjálfselsku, heldur þægilegan félagsskap við sjálfan sig og vináttu við sjálfan sig. Einu sinni sagði Ed við mig: „Langa lengi þoldi ég mig ekki.“ Þetta var ekki sagt í sjálfsaumk- un, heldur sem leiðinleg staðreynd. „Það var erfitt tímabil," sagði hann, „og mjög sársaukafullt. Ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.