Úrval - 01.02.1975, Page 83
MINNING UM VIN
81
Ég tengdist rannsóknarvinnustof-
unni á afar einfaldan hátt. Fyrir
allmörgum árum sökk Ed svo djúpt
í skuldir, að vextirnir sugu allt
blóð úr starfseminni. Dapur í bragði
bjóst hann til að hætta öllu og
fórna sjálfstæði sínu — réttinum til
að sofa fram eftir og vinna fram
eftir, réttinum til að taka sjálfur
ákvarðanir. Vinnustofan gaf nóg af
sér til að ganga og halda lífinu í
Ed, ekki bönkunum líka.
Á þessum tíma átti ég svolitla
peninga, sem ég hafði lagt til hlið-
ar, svo ég yfirtók bankalánin og
lækkaði vextina, þangað til þeir
hurfu. Ég vissi, að þessir peningar
mínir myndu hverfa hvort sem var.
Til tryggingar láninu fékk ég bréf
upp á meðeign í fyrirtækinu og
veð í eigninni. Ég skildi ekki mik-
ið af þessu, en það var nóg til þess,
að vinnustofan blakti í tíu ár í
viðbót .Þannig varð ég hluthafi í
furðulegu fyrirtæki. Ekki get ég
sagt, að ég leggði neitt fram til að
réttlæta velgengni þess. Hún hlýt-
ur að flokkast undir galdra. Ég
finn enga aðra frambærilega skýr-
ingu. Framkvæmdastjórafundur
skar sig frá venjulegu partýi að-
eins fyrir það, að á fundinum var
meiri bjór. Ferð okkar um Kalifor-
níuflóa var dýrðleg. Þegar Ed lést,
höfðum við skipulagt og búið okk-
ur að fullu undir langa rannsókn-
arferð til Queen Charlotte eyja. Ed
ætlaði að leggja af stað eftir mán-
uð, og ég átti að ná honum í fyrsta
áfangastað. Kannski einhverjir
aðrir rannsaki þessa staði. Mig
langar ekki lengur.
Nú dregur að lokum þessa bálks.
Ég hef ekki minnst á samband Eds
við eiginkonurnar hans, né börnin
þrjú. Ég hef ekki tíma til þess, og
veit auk heldur ekkert um það.
Ég hef reynt að einangra og meta
þann mikla hæfileika í Ed Ricketts,
sem gerði það að verkum, að öllum
þótti svo vænt um hann og sakna
hans svo mjög, nú þegar hann er
allur. Sannarlega var hann áhuga-
verður og heillandi maður, en hann
bjó yfir hæfileikum, sem náðu
langt út fyrir þetta. Kannski var
það hæfileiki hans til að þiggja, að
þiggja hvað sem var, af hverjum
sem var, að þiggja á þokkafullan
og þakklátan hátt, svo gjöfin virt-
ist dýr og fín. Þess vegna þótti öll-
um gott að gefa Ed, — gjöf, hugsun,
eitthvað.
Það er svo auðvelt að gefa, það
gerir mann svo stóran. Að þiggja
krefst á hinn bóginn, eigi það að
vera vel gert, sjálfsþekkingar og
hlýhugs. Það þarf vissa blöndu af
auðmýkt og háttvísi og djúpstæð-
an skilning á mannlegum samskipt-
um. Þegar þú þiggur, getur þú ekki
sýnst, ekki einu sinni í eigin aug-
um, betri, sterkari eða gáfaðri en
gefandinn, þótt þú verðir að vera
gáfaðri til að gera þetta vel.
Það þarf sjálfsvirðingu til að
þiggja — ekki sjálfselsku, heldur
þægilegan félagsskap við sjálfan
sig og vináttu við sjálfan sig.
Einu sinni sagði Ed við mig:
„Langa lengi þoldi ég mig ekki.“
Þetta var ekki sagt í sjálfsaumk-
un, heldur sem leiðinleg staðreynd.
„Það var erfitt tímabil," sagði
hann, „og mjög sársaukafullt. Ég