Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
svo: „Þessi náungi byrjaði að tala
við mig!“
Sá nýkomni mældi mig út nokkra
stund, svo staðnæmdust augu hans
við hneppta, ameríska skyrtukrag-
ann minn: „Það er vonlaust að siða
þá,“ sagði hann. „Þeir hafa þetta í
blóðinu."
Þegar ég kom til Parísar, var ég
ákveðinn í að standa kyrr og ró-
legur í biðröðinni og lesa blaðið
mitt, þar til að mér kæmi. Ég keypti
eintak af France-Soir til að láta
vanþóknun mína í ljós með, ef
einhver sakleysislegur ferðalangur
gerði eitthvað, sem mér mislíkaði.
En strax á strætisvagnastöðinni tók
sjálfsáliti mínu að hraka. Það, sem
ég hafði álitið biðröð, líktist miklu
fremur afmæliskringlu. Fólkið var
á sífelldu iði og alltaf að skipta um
staði. Að lokum var röðin orðin svo
óregluleg, að tæpast var hægt að
spá um upphaf eða endi á henni;
hún iðaði eins og blöðruþang á
hafsbotni. Einmitt þá birtist ungur
námsmaður. „Excusez-moi,“ sagði
hann, „en oú est la endir á eette
queue?“ Hann svaraði með breiðu
glotti og áhrifamiklum ábending-
um og handasveiflum og snaraði
sér svo inn í röðina fyrir framan
mig.
Þetta leysti vandamálið, ég hafði
þar með fengið svarið sem ég bað
um. En það skapaði nýtt, þar sem
ég hafði misst stæðið mitt. Ég gekk
ákveðinn framfyrir manninn: „Par-
don, monsieur," sagði ég, „ég held
que vous etes dans mínum stað!“
Maðurinn breiddi út faðminn á
áhrifamikinn hátt, til að undir-
strika vonlaust hjálparleysi mitt.
Eða eins og hann vildi segja: „Hver
skilur öll undur heimsins?" Ég leit
í kringum mig til að leita ráðs, sem
gæti leyst vanda minn, svo sneri
ég mér að manni, sem var rétt ný-
kominn, og sagði: „Monsieur, cet
homme-la nappaði mínum place
dans la queue.“
Andlitssvipurinn lýsti mikilli
meðaumkun. Á samri stundu hellti
hann orðaflaumi yfir unga frakk-
ann, sem ég skildi ekki orð í. En
einmitt þá kom vagninn. Það urðu
miklar stympingar, og áður en ég
komst upp í, skaust sá nýkomni
upp í fyrir framan mig, rétt í því
að hann tók af stað.
Auðvitað lærði ég smám saman
þennan franska sið og ég hafði ekki
gleymt honum, þegar ég kom til
Munchen, þar sem ég stóð í minni
fyrstu biðröð til að fá miða á Leð-
urblökuna. Ég sá fljótt, að franska
aðferðin gilti ekki þarna. Röðin
var eins og eldflaug í laginu, um
það bil tuttugu manneskjur stóðu
með jöfnu millibili — passlega þétt
til að geta heitið röð, en nógu gisið
til að troða ekki næsta manni um
tær. Tvær til þrjár manneskjur
stóðu þar fyrir aftan og ég stillti
mér upp og breiddi úr Munchnen-
er Merkur.
Ég var að byrja að lesa hugleið-
ingar ritstjórans um veðrið um
næstu helgi. þegar ég fékk ómjúkt
pikk í bakið. Ég leit við og sá
hvassnefjaða dömu, sem benti fram-
eftir röðinni. Ég leit í sömu átt og
sá, að röðin hafði færst um einn
frameftir. „Afsakið,“ sagði ég og
færði mig fram, um leið og ég
kúrði mig aftur ofan í blaðið. f