Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 99
KOMDU MEÐ I MINA BIÐROÐ
sömu andrá heyrði ég hvískurhljóð.
Það leit út fyrir, að ég hefði fært
mig heldur langt, því maðurinn
fyrir framan mig leit á mig hneyksl-
aður á svip.
Hálf sleginn bakkaði ég nokkra
sentimetra, en rétt í því fluttist
röðin fram á við, svo ég fékk aftur
ómjúklega potið í bakið. Þá rann
skyndilega upp fyrir mér af hverju
það voru ekki fleiri, sem lásu dag-
blöðin sín í röðinni. Til að halda
sínu plássi, varð maður að hafa at-
hyglina vakandi.
Með þessa reynslu að baki var
ég fullkomlega vakandi, þegar ég
þurfti í fyrsta sinn að standa í bið-
röð í Róm til að fá nokkra stimpla
hjá því opinbera á pappíra, sem
heyrðu blaðamennskunni til. Röð-
in var löng og það var enginn efi,
að biðtíminn yrði langur. Það var
augljóst mál, að enginn átti að
leggja það á sig að standa í biðröð,
án þess að hafa ættingja og vini í
kringum sig. Og árangurinn varð
sá, að hér ríkti sumarleyfisstemn-
ing á meðan matur og drykkur
gekk fúslega úr hönd í hendi. Þeg-
ar ég smeygði mér inn í röðina eins
og einmana kleina, störðu margir
úr fjölskyldunni fyrir framan á mig.
Lítil stúlka spurði: „Hvað er að
hjá þessum herra? Af hverju er
hann ALEINN?"
Foreldrar hennar klöppuðu henni
á kollinn og á tóninum í orðum
þeirra skildist mér, að þeir væru
að hugga hana — leiða huga henn-
ar frá því mótlæti eða leynda harmi.
sem maðurinn byggi yfir. Auðvitað
reyndi ég að láta á mér skilja, að
þessi beisku örlög hefðu ekki dreg-
Öí
ið úr mér allan mátt, svo ég spurði:
„Hve lengi haldið þið að við þurf-
um að bíða hérna?“
Börnin flissuðu: „Við höfum ver-
ið hérna í tvo daga,“ sagði svo litla
stúlkan. „í gær gekk röðin aftur á
bak.“
„Aftur á bak?“ Það hljómaði ólík-
lega. En nú birtist ungur embættis-
maður. Með miklum kurteisistil-
burðum leiddi hann virðulegan,
ævagamlan herramann fram fyrir
röðina og sagði: „Ecco, Commen-
datore." Svo ýtti hann honum
fremst inn í röðina, og við fluttum
okkur aftur á bak um eitt set.
„Skilurðu nú “ spurði litla stúlk-
an. Ég horfði á ungan pilt, sem leit
út fyrir að vera bróðir hennar.
Hann yppti öxlum og brosti um
leið og hann sló saman höndunum:
„MAMA, gefðu vini okkar dálítið
vín. Það erfiðasta, herra minn, er
að vera einmana.“
Ég var hrærður — já og ham-
ingjusamur. Ég fékk ekki pappír-
ana mína stimplaða þann daginn.
En hvað hafði ég annað að gera í
Róm heldur en að drekka vín með
rómarbúum og kynnast siðum
þeirra?
Þetta staðfesti það, sem ég áður
hafði lifað. Það er hægt að þekkja
þjóð af list hennar og smekk á
mat og fötum. Það er hægt að setja
hana á bás þjóðfélagsfræðilega. En
fljótlegasti og ódýrasti mátinn er
að bíða með henni í biðröð. Það
hefur kennt mér margt og marg-
víslegt og meðal annars að þekkja
minn stað.
☆