Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 101
RÉTTUR STÚLKUNNAR TIL AÐ SEGJA NEI
99
ana. Og kannski er ekkert skrýtið
þó að ungar stúlkur flæki sig í
frjálsum ástum, vegna þess að þær
hafa ekki skilið frelsi sitt til að
neita.
Samt sem áður hefur það sýnt
sig, að kynmök táninga eru ekki
eins algeng og margir vilja vera
láta. Könnun, sem nýlega var gerð
í Bandaríkjunum, sýndi, að meiri-
hluti ógiftra stúlkna á aldrinum 15
—19 ára höfðu ekki „gert það“. Að
meðaltali fjórða hver stúlka í þess-
um hópi hafði haft kynmök, 14%
af 15 ára og 46% af 19 ára. Þær,
sem á annað borð höfðu kynmök,
höfðu þau að staðaldri. Þrjár af
hverjum fimm í þeim hópi höfðu
aðeins haft einn elskhuga og helm-
ingur þeirra hafði í huga að gift-
ast honum. Þar fyrir utan var kyn-
reynsla þeirra ekki mikil. Þegar
spurt var um kynlíf í síðasta mán-
uði höfðu 38% ekkert haft; 30%
höfðu haft það einu sinni til tvisv-
ar og 14% sex sinnum eða oftar.
Þetta sýnir, að „það, sem allir
gera“, stenst alls ekki. Á nítjánda
aldursári er meira en helmingur,
sem ekki gerir það. Og það kom
greinilega í ljós, að margar ung-
lingsstúlkur finna til öryggisleysis,
þegar um er að ræða kynferðis-
legt frelsi. „Af hverju geri ég það
ekki?“ spyrja hinar reynslulausu
meðan „hinar reyndu" spyrja: „Af
hverju geri ég það?“
En það skal tekið fram, að einn-
ig fundust stúlkur, sem fundu ekki
til öryggisleysis. 16 ára stúlka lýs-
ir skoðun sinni þannig: „Mat mitt
á þessum málum er öðruvísi en hjá
flestum vinkonum mínum. Ég hef
í raun og veru enga löngun til að
sofa hjá einum eða neinum, fyrr
en ég gifti mig. Að gefa hlut af
sjálfum sér, og vita að sambandið
á ekki að vara lengi, er ekki fyrir
mig.“ Allt annað hefur 17 ára stúlka
að segja: „Ég sé ekkert að því, að
ég og vinur minn séum þannig
saman — það gefur sambandi okk-
ar umhyggjusemi.“
Fyrir ýmsa, sem iðka kynlíf, er
grundvöllurinn ekki þörf fyrir fé-
lagsskap og umhyggju, heldur að
meira eða minna leyti til að styrkja
persónuleikann. Sumar stúlkur
segja, að það auki sjálfsöryggi
þeirra, þeim finnist þær vera
þroskaðri. „Það hjálpar mér,, þeg-
ar ég er í slæmu skapi,“ segir ein
17 ára, sem hefur átt fimm elsk-
huga á einu ári. Aðrar algengar
ástæður eru:
VINSÆLDIR. „Vinkona mín seg-
ir, að allir geri ráð fyrir, að maður
vilji það,“ sagði íþróttastúlka við
mig. „Hún gerir það eingöngu til
að strákarnir hafi áhuga og til að
eignast vini. En það er ekki rétt
hjá henni. Þeir nota hana; þeir eru
ekki verulega hrifnir af henni.
ÖRYGGISLEYSI. 18 ára stúlka
sagði: „f hvert sinn, sem strákur
sýnir mér áhuga, er ég með hon-
um. En það endar alltaf þannig,
að annaðhvort verð ég leið á sjálfri
mér eða honum.“ Hún hóf kynlíf
15 ára — það var aðferð hennar
til að ná í og halda ákveðnum pilti.
„Núna, þegar mig langar aðeins til
að eiga verulega góðan vin, veit
ég ekki almennilega hvernig ég á
að bera mig til.“
SAMKEPPNI. f skóla, þar sem