Úrval - 01.02.1975, Síða 114
112
ÚRVAL
Þótt vísindaleg sönnun í'yrir
tengslum milli reykinga og kynlífs
sé langt frá því að vera fullkom-
in, er fjöldi lækna fullviss um, að
þessi mál séu tengd. Einn þeirra er
Alton Ochsner, læknir, 76 ára,
starfandi við Ochsner Foundation
sjúkrahúsið í New Orleans, og
ákafur baráttumaður gegn reyking-
um um áraraðir. 28 árum áður en
skurðlæknaskýrslan fræga komst
að þessari sömu niðurstöðu, lýsti
dr. Ochsner, af langri læknis-
reynslu sinni, tengslunum milli
sígarettureykinga og lungnakrabba.
Sömu sannanir hafa sannfært hann
um, að sígarettureykingar geta ver-
ið skaðlegar kynlífi. „Það er kald-
hæðnislegt,“ segir hann, „að það
er miklu áhrifaríkara að fá sjúk-
linga til að hætta að reykja með
því að benda þeim á þessa stað-
reynd, heldur en hina, sem er
miklu alvarlegri. Áætlað hefur ver-
ið,“ segir dr. Ochsner, „að tóbaks-
notkunin drepi um það bil 36 þús-
und manns á ári, aðeins í þessu
landi (Bandaríkjunum). Samt held-
ur fólk áfram að reykja eins og
ekkert hafi í skorist. En þegar ég
segi, að tóbak kunni að hafa óæski-
leg áhrif á kynlíf þeirra, tekur það
allt í einu mark á orðunum.11
Þannig fór fyrir Paul Conrad.
Við rannsókn kom í ljós, að hann
hafði eðlilega mikið af karlhormón-
inu testosterone, en lágt sæðismagn.
Sæðið, sem hann framleiddi, var
letilegt — sýndi „litla hreyfigetu".
Þegar læknirinn komst að því, að
Paul reykti þrjá pakka af sígarett-
um á dag og hafði reykt svo mikið
í fimmtán ár, ráðlagði hann þess-
Um tilvonandi föður að hætta að
reykja og koma aftur í rannsókn
eftir þrjá mánuði.
Paul var vantrúaður en hætti þó.
Þegar aftur var tekið sýnishorn frá
honum, hafði sæðismagnið tekið
greinilegum framförum og hreyfan-
leiki þess stóraukist. Fjórum mán-
uðum síðar varð frúin ófrísk. Auð-
vitað er engin bein sönnun fyrir-
liggjandi um, að reykingarnar hafi
valdið vanda Conrads. Einn frum-
herjanna á þessu sviði, Carl Schirr-
en, prófessor í Hamborgarháskóla
í Þýskalandi, sem rannsakaði frjó-
semi nærri fimm þúsund manna,
segir að „engar beinar ályktanir“
megi draga af reykingum og ófrjó-
semi karla. En hann uppgötvaði
„alvarlega truflun á hreyfanleik
sæðis“ í hópi manna, sem reyktu.
„Mögulegt samband milli barn-
leysisins og þess skaða, sem nikó-
tín hafði gert sæðisfrumunum, hafði
gert þessum mönnum ljóst,“ segir
dr. Schirren, „og ef þeir hættu al-
gjörlega að reykja, varð um áþreif-
anlega framför að ræða í sæði
þeirra, innan sex til tíu vikna.“
Hann dregur ályktun: „Ævinlega,
þegar frjósemi karla er annars veg-
ar, er ráðlegast að hætta alveg að
reykja, sé barna óskað.“
Aðrar rannsóknir renna stoðum
undir þetta. Til dæmis komst þekkt-
ur ástralskur líffræðingur, Michael
Briggs, að því, að miklar reykingar
draga úr framleiðslu testosterone,
en sú framleiðsla eykst á ný, ef
hætt er að reykja.
Sönnun þess, að reykingar kvenna
hafi skaðleg áhrif á getuna til að
eignast hraust börn er miklu áþreif-