Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 116
114
ÚRVAL
ráðleggingaþjónustu fyrir þá, sem
eiga við kynferðisleg vandamál að
stríða, hefur það fyrir fasta venju
að ráðleggja reykingamönnum, sem
kvarta um vangetu, að snúa sér til
þeirrar deildar stofnunarinnar, sem
kennir mönnum að hætta að reykja.
„Yfirgnæfandi meirihluti þeirra,
sem fara að þessum ráðum,“ segir
dr. Fort, „telur kynlíf sitt hafa
batnað mjög“ Sömu ráðleggingu
gefur hann konum, sem kvarta
undan áhugaleysi á kynlífi.
Dr. Fort hefur þá kenningu, að
reykingar skaði kynlífið á tvennan
hátt. Kolefnis monoxíðið í reykn-
um lækkar súrefnismagnið í blóð-
inu og hindrar hormónaframleiðsl-
una; nikótínið í reyknum þrengir
blóðæðarnar, en nauðsynlegt er
fyrir kynæsingu og kynstinningu,
að þær geti þrútnað. Dr. Fort telur
einnig fleiri neikvæð áhrif af
tóbaksneyslunni: Rúmtak lungn-
anna minnkar, sem hefur áhrif á
úthald og möguleikann til að „end-
ast“ við kynmök; nikótínið gerir
tennurnar blakkar og andardrátt-
inn rammann og gerir þannig reyk-
ingamanninn minna aðlaðandi.
Aðeins fáar vísindalegar rann-
sóknir á tengslum milli reykinga
og kynferðislegrar getu hafa þó átt
sér stað. Tveir læknar í París hafa
gefið út skýrslu um áhrif aldurs,
tóbaks og annarra þátta. á kyngetu
karla. Þeir tóku 70 menn á aldrin-
um 45 til 90 ára og skiptu þeim í
tvo hópa: í öðrum hópnum voru
31, sem reykti einn pakka eða
meira á dag, en 39 reyktu ekki eða
minna en fimm sígarettur á dag.
Rétt röskur helmingur mannanna
tilkynnti dvínandi kynlíf á aldrin-
um 25 til 40 ára. „í þessu sýnis-
horni,“ segja læknarnir frá niður-
stöðu sinni, „er áberandi munur
milli þeirra, sem reykja, og þeirra,
sem reykja ekki. Kynlíf milli 25
og 48 hrörnaði mun fyrr í fyrri
hópnum en þeim síðari.“
„Sértu andstuttur, þreyttur, ef
þú þjáist kannski af æðasjúkdómi
vegna reykinga,“ segir einn lækn-
anna, „er ekki líklegt að þú sért
spenntur fyrir kynlífi. En ef sjúk-
lingur hættir að reykja, eykur
hreyfingu sína og verður almennt
hraustari, eru líkur til að áhugi
hans á kynlífi og geta til þess, taki
líka framförum.“
Þannig var því varið með Ken
Farrell. Hann reykti fjóra pakka á
dag, þegar hann loksins fór til
læknis. Læknirinn komst að því,
að hann væri of léttur, en ekkert
stórkostlegt að honum. „Hann réði
mér þó að hætta að reykja, eða að
minnsta kosti að minnka reykingar
verulega,“ segir Farrell. „Á sama
tíma tók ég að leggja stund á lík-
amsþjálfun.“ Á þremur mánuðum
minnkaði Farrell reykingar sínar
niður í um það bil tíu sígarettur á
dag, þyngdist um sjö og hálft kíló
og komst að því, að hann var miklu
ánægðari bæði með heilsu sína og
kynlíf.
Dr. Oehsner vonast til þess, að
áhersla nútímans á kynlíf muni
leiða til frekari vísindalegra rann-
sókna á áhrifum reykinga á kyn-
hegðun. „Það er kaldhæðnislegt,"
segir dr. Ochsner, „að margir menn