Úrval - 01.02.1975, Síða 119
ÍRLAND
117
kaþólska og mótmælendur vinna
saman í sátt og samlyndi.
Þessi ofannefndu ummæli mót-
mælendaprestsins sýna, hversu
ósveigjanlegir deiluaðilar á Norður-
írlandi eru, hver í sinni afstöðu.
„Nú höfum við, þá í hendi okk-
ar,“ öskraði Ian Paisley yfir sam-
komuna, ,,og með Guðs hjálp skul-
um við herða að þeim.“
„Við munum ekki umbera önnur
fjögur ár sprenginga og mann-
drápa,“ hélt þessi ofstækisfulli
mótmælandi áfram. „Ég segi því
við bá í ÍRA. Ykkur er fyrir bestu
að leggja niður byssurnar og hætta
sprengingunum, því að annars mun-
um við gjöreyða ykkur!“
Blint ofstækið, sem birtist í þess-
um orðum, speglast einnig frá
hinni hliðinni í morðum og hryðju-
verkum öfgasamtaka kaþólskra.
Þegar trúaður kaþólikki, sem geng-
ur reglulega til skrifta hjá sóknar-
presti sínum, ber að dyrum granna
síns, til þess eins að senda honum
kúlnagusu úr vélbyssu sinni um
leið og hann opnar honum dyrnar.
þá opinberast í slíku svo blind
mannvonska, að útlendingum er
með öllu ógjörningur að fá nokk-
urn skilning í það, hvað slíku veld-
ur.
Allir menn sem álengdar standa
og eru sjónarvottar þessara bræðra-
víga, gera sér auðvitað fulla grein
fyrir því, að hvorki heitingar mót-
mælendaprestsins né morð, hryðiu-
verk og ógnaraðgerðir írska lýð-
veldishersins (eins og samtök of-
stækisfullra kaþólikka nefna sig)
hafa feneið nokkru áorkað til lausn-
ar vandamálinu.
Vandamál íra er enn í þeirri sjálf-
heldu, sem það hefur alltaf verið og
sýnist ætla að verða áfram um ald-
ur og ævi — nema öðrum hvorum
takist að brjóta andstöðu hins á bak
aftur, sem verður naumast nema
með því að útrýma honum alveg.
Mönnum hefur algerlega fallist
hendur við að reyna að leysa þenn-
an ofboðslega hnút. Allt hefur ver-
ið reynt, sem menn hafa getað
hugsað upp til hugsanlegrar lausn-
ar. Engin tillaga fær nokkurn hljóm
grunn og öll viðleitni breta og
reyndar forvígismanna íra sjálfra
hefur jafnóðum verið rifin niður.
Eftir síðustu tilraunina til að fá
írum stjórn Norður-frlands aftur í
hendur, hafa menn einfaldlega gef-
ist upp í bili. Eftir tveggja ára
þrotlaust starf breskra ráðamanna
og leiðtoga írsku stjórnmálaflokk-
anna undir forystu Faulkn-
ers, lagði breska stjórnin fram til-
lögu að Ulster-framkvæmdaráðinu.
Þar hafði ekki verið kastað hönd-
um til neins. Tillit var tekið til
allra, og að bestu íra yfirsýn átti
þarna að finnast eina mögulega
lausnin á deilunum.
Naumast hafði þessi áætlun fyrr
verið lögð fram, en þrjú stærstu
hagsmunasamtök mótmælenda efndu
til allsherjarverkfalls, sem sýndist
ætla að leggia efnahagslíf Norður-
frlands í auðn. Þessa þvingun var
ekki unnt að standast, og frá áætl-
ununum var horfið.
Mótmælendur höfðu það helst á
móti áætluninni, að kaþólikkum var
Pert of hátt undir höfði, að samráð
átti að hafa við stiórn írska lýð-
veldisins, hinn kaþólska suðurhluta