Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 125
ÍRLAND
123
verkfallinu til að knésetja þessa
tilraun.
Vonbrigðin, þegar mótmælendur
drápu þessum áætlunum á dreif,
voru feykileg. Það var reiðarslag.
Mönnum féllust gersamlega hend-
ur. Hvað var til ráða, ef þetta hafði
verið svona óaðgengilegt? — Við
þeirri spurningu varð mönnum
svarafátt.
Síðan hefur leit að lausn vand-
ans legið alveg niðri. Menn eru
naumast enn búnir að ná sér eftir
reiðarslagið. Það verður hvergi
komið auga á neina færa leið hvort
eð er. Reynslan er búin að sanna
það áþreifanlega, að meðan stjórn-
málamenn í London, Belfast og
Dublin telja sig eygja möguleika,
hljóta tillögur þeirra engan hljóm-
grunn meðal þjóðarinnar.
Eftir þetta hefur orkunni verið
beitt til þess að reyna að hafa ein-
hverja málamyndastjórn á málum
Norður-írlands: Reyna að sporna
gegn hryðjuverkaöflunum og hindra
þau í eyðileggingarstarfi þeirra
eftir mætti og vernda saklausa
borgara eftir föngum.
En hvernig verður með lögum
háfður hemill á þeim, sem engum
lögum vilja lúta? frski lýðveldis-
herinn er útlægur bæði á Norður-
og Suður-írlandi, en hann starfar
þrátt fyrir það. Fyrir ári eða svo
þótti mönnum, sem þessum sam-
tökum hefði þorrið þróttur, og þau
nytu naumast þess stuðnings með-
al almennings, sem þau áður áttu
vísan. Stjórnvöld reyndu að gæta
þess að gefa þeim ekki byr undir
vængina með því að gera píslar-
votta úr þeim, sem lögin komu
höndum yfir. Þeir bjartsýnustu
vonuðust til þess, að samtökin
mundu deyja út, vegna þreytu al-
mennings á ógnaröldinni.
Sú von hefur ekki ræst, heldur
nánast þvert á móti, eftir því sem
séð verður af reynslu síðustu mán-
aða, þar sem IRA hafði færst í auk-
ana með hryðjuverk sín í Bretlandi
engu síður en á Norður-írlandi.
Jafnvel ekki einu sinni sú almenna
gremja, sem vaknaði eftir blóð-
baðið í Birmingham, virðist megna
að halda aftur af þeim.
í staðinn vöknuðu svo vonir um
síðustu jól og áramót, þegar IRA
gekkst inn á að gera hlé á hryðju-
verkunum yfir jólin. Upp úr hug-
arvílinu kviknaði sú vonarglæta,
að samtökin mundu tilleiðanleg til
að lengja það vopnahlé. En kröf-
urnar, sem IRA setti fram, reynd-
ust óaðgengilegar, þeim var hafn-
að, og hinn nýkveikti neisti logn-
aðist aftur út af.
IRA setur fram algera forsendu
fyrir því að setjast að samninga-
borðinu, að breski herinn verði á
brott af Norður-írlandi. Til þess
að láta undan því, treysta menn IRA
hins vegar ekki nógu vel. Strax
eftir að Brian Faulkner sagði af
sér, vegna vonbrigðanna með und-
irtektir flokks- og trúbræðra sinna,
lýsti Rory O'Brady, forseti Sinn
Fein-flokksins í írska lýðveldinu —
en sá flokkur þykir oft hafa verið
málsvari IRA -— því yfir, að brott-
för breska hersins mundi leiða af
sér samsvarandi ástand á Norður-
frlandi, eins og ríkti í Kongó, strax
eftir að það land fékk sjálfstæði.
Setur enn að mönnum hroll til-