Úrval - 01.02.1975, Síða 134
132
ÚRVAL
litla kóralla raeð sínum hnefa, en
hvassar brúnir þeirra skáru hann.
Djúpt niðri í vatninu sáu þeir hvít-
an díl. Jackie vissi, að það var
fiskur. Það var stór skata, hvasst
nef hennar var fast í netinu, og
langt, rottulegt skottið barðist um.
Faðir hans reif skötuna lausa og
kastaði henni niður í bátinn. Skat-
an var eins og kórallarnir, gagns-
laus hlutur, sem gat skemmt netin.
Einu sinni voru þær étnar, en nú
var ekkert við þær gert, nema beita
humargildrurnar með skötubörðun-
um.
NETIÐ VAR TVÖ hundruð metra
langt, og þeir fundu aðeins fimm
makríla í því. Það hefði átt að
vera fullt af makríl, því þetta var
sá tími árs, þegar makríllinn þyrpt-
ist í þúsundatali upp að strönd-
inni. Cormac beindi bátnum frá
netinu, án þess að segja nokkuð.
Eitthvað er að, hugsaði hann.
Hann leit út yfir hafið. Úti við
sjóndeildarhring grillti hann skess-
urnar. Þær voru tólf, og hjá þeim
var aldrei dauður sjór. Faðir Cor-
macs hafði einu sinni komist upp
í einn þessara sæsorfnu granít-
kletta, og fyrir það varð hann fræg-
ur maður á eyjunni. Það var hetju-
dáð. Það hafði enginn annar gert,
hvorki fyrr né síðar. En nú var
eitthvað að, þarna úti. Það var
þess vegna, sem enginn makríll var
í netunum.
Feðgarnir vitjuðu um humar-
gildrurnar. í fyrstu gildrunni var
ekkert, en beitah var horfin. Cor-
mac sneri sér að skötunni. Munn-
ur hennar var á efri hluta þess,
sem ætti að vera magi. Varirnar
voru fölar, grábleikar, eins og af-
skræmdar mannsvarir. Drengurinn
vissi, að skatan var að kafna. Hann
vorkenndi henni, og hafði viðbjóð
á henni fyrir að þjást í návist hans.
Cormac tók sjálfskeiðunginn sinn
og skar barðið af skötunni. Hún
lét sér fátt um það finnast, en það
hlökkti í tálknunum á henni. Cor-
mac beitti humargildruna og lét
hana síðan í sjóinn aftur. Jackie
tók hníf föður síns, sneri skötunni
við með fætinum og bjó sig til að
skera sundur mænuna, svo þessi
óhugnanlegu köfnunarhljóð hættu.
En skatan tók kipp og slapp frá
honum. Cormac leit við syni sínum
og brosti. „Þú mátt drepa hana,“
sagði hann.
Jackie greip í barðið, sem eftir
var, rjóður og óstyrkur, en skatan
sleit sig af honum í annað sinn.
Faðir hans laut fram á árarnar og
horfði á hann. Drengurinn var
hræddur við skötuna, en hann vildi
ekki láta föður sinn sjá það. Hend-
ur hans virtust veiklulegar borið
saman við dauðastríð skötunnar, og
hann var hræddur við þennan föla
munn. Allt í einu steig hann fast
á fiskinn og keyrði hnífinn í gegn-
um mænuna. Hann hugsaði sér, að
hann gerði það fyrír Eilis, og að
hún væri hjá honum og horfði á
hann. Skatan titraði lítið eitt, en
lá svo kyrr.
„Þær eru alveg tilfinningalaus-
ar,“ sagði Cormac og lagði af stað
yfir að næstu gildru.
í HENNI VAR lítill humar, og
krabbi í þeirri þriðju. Þegar þeir