Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 134

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 134
132 ÚRVAL litla kóralla raeð sínum hnefa, en hvassar brúnir þeirra skáru hann. Djúpt niðri í vatninu sáu þeir hvít- an díl. Jackie vissi, að það var fiskur. Það var stór skata, hvasst nef hennar var fast í netinu, og langt, rottulegt skottið barðist um. Faðir hans reif skötuna lausa og kastaði henni niður í bátinn. Skat- an var eins og kórallarnir, gagns- laus hlutur, sem gat skemmt netin. Einu sinni voru þær étnar, en nú var ekkert við þær gert, nema beita humargildrurnar með skötubörðun- um. NETIÐ VAR TVÖ hundruð metra langt, og þeir fundu aðeins fimm makríla í því. Það hefði átt að vera fullt af makríl, því þetta var sá tími árs, þegar makríllinn þyrpt- ist í þúsundatali upp að strönd- inni. Cormac beindi bátnum frá netinu, án þess að segja nokkuð. Eitthvað er að, hugsaði hann. Hann leit út yfir hafið. Úti við sjóndeildarhring grillti hann skess- urnar. Þær voru tólf, og hjá þeim var aldrei dauður sjór. Faðir Cor- macs hafði einu sinni komist upp í einn þessara sæsorfnu granít- kletta, og fyrir það varð hann fræg- ur maður á eyjunni. Það var hetju- dáð. Það hafði enginn annar gert, hvorki fyrr né síðar. En nú var eitthvað að, þarna úti. Það var þess vegna, sem enginn makríll var í netunum. Feðgarnir vitjuðu um humar- gildrurnar. í fyrstu gildrunni var ekkert, en beitah var horfin. Cor- mac sneri sér að skötunni. Munn- ur hennar var á efri hluta þess, sem ætti að vera magi. Varirnar voru fölar, grábleikar, eins og af- skræmdar mannsvarir. Drengurinn vissi, að skatan var að kafna. Hann vorkenndi henni, og hafði viðbjóð á henni fyrir að þjást í návist hans. Cormac tók sjálfskeiðunginn sinn og skar barðið af skötunni. Hún lét sér fátt um það finnast, en það hlökkti í tálknunum á henni. Cor- mac beitti humargildruna og lét hana síðan í sjóinn aftur. Jackie tók hníf föður síns, sneri skötunni við með fætinum og bjó sig til að skera sundur mænuna, svo þessi óhugnanlegu köfnunarhljóð hættu. En skatan tók kipp og slapp frá honum. Cormac leit við syni sínum og brosti. „Þú mátt drepa hana,“ sagði hann. Jackie greip í barðið, sem eftir var, rjóður og óstyrkur, en skatan sleit sig af honum í annað sinn. Faðir hans laut fram á árarnar og horfði á hann. Drengurinn var hræddur við skötuna, en hann vildi ekki láta föður sinn sjá það. Hend- ur hans virtust veiklulegar borið saman við dauðastríð skötunnar, og hann var hræddur við þennan föla munn. Allt í einu steig hann fast á fiskinn og keyrði hnífinn í gegn- um mænuna. Hann hugsaði sér, að hann gerði það fyrír Eilis, og að hún væri hjá honum og horfði á hann. Skatan titraði lítið eitt, en lá svo kyrr. „Þær eru alveg tilfinningalaus- ar,“ sagði Cormac og lagði af stað yfir að næstu gildru. í HENNI VAR lítill humar, og krabbi í þeirri þriðju. Þegar þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.