Úrval - 01.02.1975, Page 141

Úrval - 01.02.1975, Page 141
STERKAR HENDUR 139 hverju hann kemur svona seint,“ sagði Tigue. „Svarið bíður í sjónum,“ svaraði faðir hans. „Kannski fuglarnir, sem við sáum, geti svarað því.“ „Pabbi bað mig að spyrja að því, hvort þú gætir komið og hjálpað honum að ganga frá dyrunum," sagði Jackie. „Með mestu ánægju," svaraði Pat. „En segðu honum að hinkra við í einn eða tvo daga. Eg þarf að gera við netin, það er ekki að vita, hvenær makrílnum dettur í hug að koma. Ef það er gat á net- inu, faira þeir allir þar í gegn. Næst eftir laxinum er makríllinn vitrasti fiskur í sjónum. „Laxinn er óhultur í ánum núna,“ sagði Jackie. „Af hverju segirðu óhultur?11 spurði Pat Conneeley og leit ein- kennilega á Jaekie. ..Pabbi segir, að það sé eitthvað pð í sjónum, og þess vegna sé ma- kríllinn ekki kominn,“ svaraði Jackie. Hann reis á fætur og eld- roðnaði. „Þökk fyrir teið, frú,“ sagði hann. Svo tók hann mjólkur- fötuna, leit á Eilis og sagði: „Eg á að fara með þessa fötu yfir til Reece.“ Svo roðnaði hann meira en nokkru sinni fyrr. „Hún súrnar, ef þú flýtir þér ekki.“ sagði Eilis kuldalega. Drengn um fannst eins og hurð hefði verið skellt á nefið á honum. Hann fór, og var kominn hálfa leið út á að- alstíginn, þegar Eilis kom hlaup- andi á eftir honum. ,.Bíddu,“ kallaði hún. „Eg á að fara með egg til Reece. Svo náði hún honum og gekk við hlið hans. Endrum og eins hoppaði hún svo- lítið, svo dökkt hárið hrundi fyrir andlit hennar, og við og við laum- aðist hún til að líta á hann útund- an sér. ÞEGAR SÁST EKKI lengur til þeirra frá húsinu sagði hún: „Ég þurfti ekki að fara með eggin. Ég spurði mömmu hvort ég mætti ekki fara með þau.“ Þetta var annað kraftaverk dags- ins. Heilagur Brendan hafði gert tvö kraftaverk þennan dag — ann- að fyrir vespuna, hitt fyrir dreng- inn. Jackie var ekki oft einn með Ei- lis, en þegar það kom fyrir, gat hann aldrei fundið neitt til að tala um. Hann sagði eiginlega aldrei neitt við hana. Hann þorði ekki að skýra henni frá tilfinningum sín- um af ótta við að fá afsvar, eða að hann gæti ekki komið orðum að því. Þegar hann velti því fyrir sér, hvernig hann gæti skýrt henni frá þeirri virðingu — þeim heitu til- finningum — sem hann bar til hennar, roðnaði hann bara ennþá meira. Svo hann gekk þegjandi með henni eftir götunni. Honum var bæði gleði og kvöl af návist henn- ar. Stúlkan skynjaði hugarástand hans og ákvað að stríða honum svolítið. Hún tók að segja honum frá strákunum í skólanum á meg- inlandinu, sérstaklega frá einum, sem hafði gefið henni sippuband með handföngum úr tré. Loks kom- ust þau alla leið að kofa Reece. MICHAEL REECE VAR að stafla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.