Úrval - 01.02.1975, Page 153
STERKAR HENDUR
151
urinn hafði verið slökktur, og á
endanum grét hann sig í svefn.
Þegar óveðrið kom, skall það á
eynni eins og kylfuhögg. Einkenni-
leg, gnauðandi blísturshljóð heyrð-
ust hér og þar í húsinu, en hærra
en allt annað var svarrandi brim-
gnýrinn.
Joycefjölskyldan klæddist og kom
ofan af svefnloftinu. Jackie fannst
veðragnýrinn og óhljóðin aukast
enn að mun, og óhugnanlegt væl
kom frá reykháfnum. Þetta undar-
lega hljóð frá hjarta heimilisins
skelfdi Jackie meira en allt annað.
Cormac hrópaði eitthvað til konu
sinnar, en Jackie greindi aðeins
eitt hljóð: Háflóð. Þetta var rétt
eftir dögun, og hann vissi, að nú
myndi háflæði. Venjulega vantaði
um tvö fet á, að sjórinn færi upp
fyrir hafnargarðinn. Húsið þeirra
stóð ennþá hærra. Hve miklu, vissi
drengurinn ekki, en þetta eina orð
háflóð, táknaði að það væri hættu-
legt.
Gluggahlerarnir hristust, eins og
þeir væru lifandi. Endrum og eins
kom slynkur á hurðina, og hún
skelltist fast að járnslánni, sem
hélt henni aftur. Öll þessi óvana-
legu hljóð nauðuðu á sjálfsstjórn
drengsins, svo hann átti fullt í fangi
með að halda aftur af ópinu, sem
braust um í hálsi hans og krafðist
útgöngu.
Hann gróf andlitið í bringu föð-
ur síns til þess að berjast á móti
þessu ópi, og faðir hans strauk
blíðlega yfir hár hans, eins og þeg-
ar hann dró sinn fyrsta fisk. Svo
tók Cormac undir höku hans og
neyddi hann til að líta upp. Það
var harðneskja og styrkur í augna-
ráði Cormacs, en enginn ótti. Skelf-
ing drengsins rénaði.
Þau settust að morgunverði, því
enn var ekkert annað hægt að gera.
Cormac virti fyrir sér þakið. Það
var úr strái, sem hvíldi á torf-
hleðslu, en undir henni var tré-
klæðning.
Jackie þorði ekki að horfa á
þekjuna. Hann reyndi að horfa á
eitthvað, sem ekki endurspeglaði
náttúruhamfarirnar. Loks valdi
hann sér blett, þar sem veggurinn
og gólfið mættust milli gluggans
og dyranna. Allt í einu sá hann út-
undan sér, hvar dökkleit flygsa
kom inn undir hurðina og hvarf
strax út aftur, eins og eiturtunga.
Þetta endurtók sig hvað eftir ann-
að.
Þari. Það var einmitt. En þótt
hann þekkti þara, hvarf honum
ekki óttinn, því þarinn átti hvergi
að vera nema niðri við sjó, tvö
hundruð metra í burtu og fyrir
neðan hæðina. Þó var hann hér,
og barðist eins og skyni gædd vera
við að komast inn. Svo kom sjór-
inn. Fyrst örlítil sletta, þykk af
froðu, en svo skall vatnselgurinn á
hurðinni. Hún lagðist inn ur.dan
þunga vatnsins og togaði í lamir
og læsingar og sjórinn smaug inn
milli stafs og hurðar og yfir þrösk-
uldinn.
Cormac stökk á fætur og reisti
eldhúsborðið upp við hurðina, henni
til styrktar. En það var of breitt,
og féll ekki þétt að hurðinni. Hann
snaraði því frá sér og lagðist með
bakið að hurðinni. Meðan hann var
að þessu, skall önnur alda á húsinu