Úrval - 01.02.1975, Side 153

Úrval - 01.02.1975, Side 153
STERKAR HENDUR 151 urinn hafði verið slökktur, og á endanum grét hann sig í svefn. Þegar óveðrið kom, skall það á eynni eins og kylfuhögg. Einkenni- leg, gnauðandi blísturshljóð heyrð- ust hér og þar í húsinu, en hærra en allt annað var svarrandi brim- gnýrinn. Joycefjölskyldan klæddist og kom ofan af svefnloftinu. Jackie fannst veðragnýrinn og óhljóðin aukast enn að mun, og óhugnanlegt væl kom frá reykháfnum. Þetta undar- lega hljóð frá hjarta heimilisins skelfdi Jackie meira en allt annað. Cormac hrópaði eitthvað til konu sinnar, en Jackie greindi aðeins eitt hljóð: Háflóð. Þetta var rétt eftir dögun, og hann vissi, að nú myndi háflæði. Venjulega vantaði um tvö fet á, að sjórinn færi upp fyrir hafnargarðinn. Húsið þeirra stóð ennþá hærra. Hve miklu, vissi drengurinn ekki, en þetta eina orð háflóð, táknaði að það væri hættu- legt. Gluggahlerarnir hristust, eins og þeir væru lifandi. Endrum og eins kom slynkur á hurðina, og hún skelltist fast að járnslánni, sem hélt henni aftur. Öll þessi óvana- legu hljóð nauðuðu á sjálfsstjórn drengsins, svo hann átti fullt í fangi með að halda aftur af ópinu, sem braust um í hálsi hans og krafðist útgöngu. Hann gróf andlitið í bringu föð- ur síns til þess að berjast á móti þessu ópi, og faðir hans strauk blíðlega yfir hár hans, eins og þeg- ar hann dró sinn fyrsta fisk. Svo tók Cormac undir höku hans og neyddi hann til að líta upp. Það var harðneskja og styrkur í augna- ráði Cormacs, en enginn ótti. Skelf- ing drengsins rénaði. Þau settust að morgunverði, því enn var ekkert annað hægt að gera. Cormac virti fyrir sér þakið. Það var úr strái, sem hvíldi á torf- hleðslu, en undir henni var tré- klæðning. Jackie þorði ekki að horfa á þekjuna. Hann reyndi að horfa á eitthvað, sem ekki endurspeglaði náttúruhamfarirnar. Loks valdi hann sér blett, þar sem veggurinn og gólfið mættust milli gluggans og dyranna. Allt í einu sá hann út- undan sér, hvar dökkleit flygsa kom inn undir hurðina og hvarf strax út aftur, eins og eiturtunga. Þetta endurtók sig hvað eftir ann- að. Þari. Það var einmitt. En þótt hann þekkti þara, hvarf honum ekki óttinn, því þarinn átti hvergi að vera nema niðri við sjó, tvö hundruð metra í burtu og fyrir neðan hæðina. Þó var hann hér, og barðist eins og skyni gædd vera við að komast inn. Svo kom sjór- inn. Fyrst örlítil sletta, þykk af froðu, en svo skall vatnselgurinn á hurðinni. Hún lagðist inn ur.dan þunga vatnsins og togaði í lamir og læsingar og sjórinn smaug inn milli stafs og hurðar og yfir þrösk- uldinn. Cormac stökk á fætur og reisti eldhúsborðið upp við hurðina, henni til styrktar. En það var of breitt, og féll ekki þétt að hurðinni. Hann snaraði því frá sér og lagðist með bakið að hurðinni. Meðan hann var að þessu, skall önnur alda á húsinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.