Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 155

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 155
STERKAR HENDUR 153 HANN HEYRÐI OG fann hol- skefluna djmja á húsinu. Hann skreið undir borðið og stóð upp með það á herðunum og aftan á hálsinum. Hann lokaði augunum, og lét borðið skella fyrir gluggann. Hann fann til í fótunum, þegar hann spyrnti í til þess að loka glugganum sem allra þéttast, en þá minntist hann handa föður síns, sem var svo sterk, að hún gat mol- að kóralla og mótað steina. „Gerðu mig nú að karlmanni,“ sagði hann við heilagan Brendan, og streyttist við af öllum kröftum. Rokið reyndi að blása borðinu frá glugganum, en Jackie setti öxlina við og studdi með báðum höndum. Enn skall alda á húsinu, löðrið skvettist inn með borðinu og Jac-- kie fann bak sitt bogna, en hann gafst ekki upp. Þegar ólagið var um garð gengið, kom móðir hans og skorðaði annan eldhúsbekkinn við borðið til hjálpar syni sínum. Drengurinn var kyrr, þar sem hann var. Faðir hans gætti dyr- anna. Sjálfur gætti hann glugg- ans. Faðir hans var vinstri hönd hússins, sjálfur var hann sú hægri. Hann kjökraði ekki meir. ÓVEÐRIÐ STÓÐ í þrjá- daga — sex flóð, eins og eyjarskeggjar sögðu. Að loknu fyrsta flæðinu bjuggu þeir Cormac og sonur hans sig undir að mæta næsta flóði. Þeir rifu upp gólfið í svefnloftinu og negldu borðin með bátasaum þvert fyrir dyrnar, þeim til styrktar. Borðið varð að vera fyrir gluggan- um, á annan hátt gátu þeir ekki lokað honum. Rokið nauðaði úti fyrir og vældi ofan um reykháf- inn; það var ógerningur að fara út, til þess að ná í efni í nýjan hlera fyrir gluggann. Á hinni hlið- inni voru tveir aðrir gluggar, en þeir voru hlémegin og í minni hættu. Að þessu loknu biðu þeir næsta flóðs og síðan þess næsta, og þann- ig koll af kolli. Hvergi var hægt að leggjast til svefns. Þau gátu ekki sofið á loftinu, því úr því rifu þeir gólfborðin, og auk þess var ekki ólíklegt, að þakið fyki af húsinu. í einu horninu hafði það gengið úr skorðum, en makrílsnetið gegndi sínu hlutverki og hélt þakinu föstu. Þau reyndu að taka dýnurnar nið- ur og gera sér flatsæng, en gólfið var þakið fíngerðum, votum sandi, og vindurinn og sjórinn, sem komu með hann inn um rifur og glufur, skvettu honum og þyrluðu, svo meðan óveðrið varði, var sand- og sjávarbylur í kofanum. Þegar ljós hins heilaga hjarta á arinhillunni slokknaði, kveiktu þau það aftur, og þegar það slokknaði enn á ný, kveiktu þau það einu sinni enn. Að lokum setti Cormac litla lampann inn í stóra, vindþétta lukt, og þar logaði litla, rauða ljós- ið þessa daga og var þeim huggun í harmi. Á öðrum degi var hönd Cormacs svo illa leikin, að kona hans varð að binda um hana á ný. Sandurinn hafði smogið inn undir umbúðirn- ar, og særðir fingurnir voru svart- ir af sandi. Drengurinn horfði á föður sinn, meðan umbúðirnar voru fjarlægðar, og þótt þær væru fast- ar í sárunum og kvikan fylgdi með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.