Goðasteinn - 01.09.1967, Side 9

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 9
komust þeir í þriðju tilraun. Þeir róa svo vestur með landi og út að- vöruskipinu. Er þá uppskipun í fullum gangi, þótt enn væri illt í sjó, en fór þó heldur batnandi er á leið. „Magnhild“ lá um 500 metra frá landi. Með skipinu kom lítill vélbátur úr Eyjum. Var það Garðar III., aðeins 6 smálesta bátur, stundum kallaður „Garðar litli“. Formaður var Jóhann Björnsson. Var hann á bátnum við annan mann. Dró Garðar uppskipunarbát- ana inn á legu og tók þá báta með sér út, sem losað höfðu farminn. Var nú skipað upp alla nóttina af miklum krafti. Sjór fór batnandi og var orðið ládautt undir morgun. En þá um morguninn, klukkan 5, vildi það óhapp til, þegar Garðar litli var að draga skip Þorgeirs á Arnarhóli að landi, að tvo menn tók út. Vildi það til með þess- um hætti: Dráttartaugin var fest í afturstefnið og lá svo fram eftir bátnum milli mannanna. Var taugin líka fest að framan. Einhverra orsaka vegna hefur dráttartaugin ekki verið losuð eins fljótt að aftan og að framan, því um leið og vélbáturinn tók krappa beygju örskammt frá landi og sleppti bátnum, hreif dráttartaugin tvo menn út, fyrsta og annan mann bakborðsmegin, sem voru þeir Þorsteinn Magnússon, nú bóndi í Álfhólahjáleigu og Guðbjörn Pétursson á Arnarhóli. Þeir náðust strax. Þorsteinn náði í dráttartaugina, en loft fór undir kápu eða stakk Guðbjörns, og hélt hann sér uppi, þar til hann náðist. Þeir Þorsteinn og Guðbjörn riðu þá heim að Arnar- hóli til þess að fara í þurr föt. Mun það vera um klukkustundar- ferð. Hröðuðu svo ferð sinni í sandinn og tóku upp sín fyrri störf. Leið nú fram til dagmála. Uppskipunin gekk vel, enda sléttur sjór og blíðuveður. En um dagmálaleytið, eða laust eftir kl. 9 verð- ur eftirminnilegt óhapp, sem nú verður sagt frá: „Magnhild" lá þannig, að stefni sneri í austur, þ.e. flatt fyrit sandinum. Voru vörurnar settar niður í bátana stjórnborðsmegin. Sáust þeir því ekki úr landi, er þeir voru við skipshlið. Bátar komu og fóru. Voru höfð snör handtök við að losa skipin, vörunum bjarg- að undan sjó og þá út aftur að sækja nýjan farm. Vélbáturinn flýtti mjög ferðum skipanna og létti mönnum erfiðið. Nú ber svo til, að Sæmundur á Lágafelli er í þann veginn að ýta á flot, en einn hásetanna, Oddur í Vatnshól, fer upp í sand að fá sér hressingu. Var venjan sú, að mönnum var fært í sand, en Goðasteinn T

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.