Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 11

Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 11
inum. Jón Vigfússon og Jóhann Jónasson náðu strax taki með báð- um höndum á vírnum (vindustrengnum) ofan við krókinn, en Guð- jón í Voðmúlastaðahjáleigu náði taki á króknum með hægri hendi. Er svo híft upp, og þá ná þeir taki neðan í Guðjóni, Pétur bróðir hans og Gestur, en þá er þeir eru komnir vel upp úr sjó, sleppir Gestur takinu og féll í sjó niður. En þegar krókurinn er kominn það hátt, að hæfilegt var til þess að slá honum innfyrir borðstokk- inn skeður það, að Pétur sleppir takinu á Guðjóni og fer í sjóinn aftur, enginn veit hve djúpt. Eru þeir nú komnir þrír upp í skipið: Guðjón í Voðmúlastaða- Austurhjáleigu, Jón og Jóhann. Hinir tveir síðarnefndu fara þeg- ar niður í vélarrúm að vinda föt sín. Fékk Jóhann vænan snafs hjá lóðsinum, íslcnzkum manni, Jóni að nafni. Um leið og þessir þrír menn af áhöfn Sæmundar komust upp í skipið, ber Gissur að skipshliðinni á bát Guðjóns, Sigursæl, og um leið kcmur dráttarbáturinn á vettvang. Segir nú fyrst af Sæmundi formanni. Járnbúntin voru löng. Þau lágu á þóftunum, en vegna þess hve löng þau voru stóðu þau út af barka og skut báðumegin. Sat Sæmundur á formannsþóftu sem lög gera ráð fyrir, milli járnbúntanna. Má furðulegt heita, að hann skyldi sleppa óskaddaður, er járnið fór að renna til ofan á skipinu. Sæmundur maraði í sjólokunum skammt frá skipshliðinni. Sá hann tvær árar í námunda við sig og hugðist ná til þeirra ,,á einskonar hundasundi“, eins og hann sagði síðar sjálfur frá, og stinga árun- um undir hcndur sér og halda sér uppi á þeim. En í sama bili er gripið um háls honum og hann færður í kaf. Var þar kominn Ágúst Pálsson. Man Ágúst það eitt, eftir að hann kom í sjóinn, að hann hafði hcndur fyrir sér. Greip hann þá í eitthvað, er hann vissi ekki hvað var, um leið og hann sökk. Dró hann Sæmund með sér í fyrstu, en sleppti svo takinu. Seig hann dýpra og dýpra og gerði sér grein fyrir, að hann væri að drukkna. Kvaðst hann hafa verið rólegur og liðið vel. En svo vissi hann ekki meira af sér um sinn. Þá er þeim Sæmundi skýtur upp aftur, voru höfð snör handtök og þeim bjargað upp í vélbátinn. Komst þá Ágúst til meðvitundar en var allþjakaður. Sæmundur þakkaði það aðstoðarmanninum á Garðari, að honum var bjargað og taidi hann lífgjafa sinn síðan. Goðasteinn 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.