Goðasteinn - 01.09.1967, Page 17
Þórarinn Helgason í Þykkvabœ:
Jón
Ásmundsson
á Lyngum
Jón Ásmundsson var um margt sérstæður maður og minnisstæður.
Hann var um sjötugsaldur, þegar ég fyrst sá hann. Var þá orðinn
lotinn nokkuð en mikill þó á velli og svipurinn stór og greindarleg-
ur. Þótti mér sem barni, að hann mundi vera eftirmynd þeirra
kappa, margra, er frá segir í Islendingasögunum.
Jón á Lyngum var fæddur á Steinsmýri 27. janúar 1841, sonur
Ásmundar bónda á Steinsmýri, Jónssonar bónda s. st., Guðmunds-
sonar bónda s. st., Erlendssonar á Grímsstöðum í Meðallandi.
Móðir Jóns Ásmundssonar var Guðrún Sveinsdóttir, Steingríms-
sonar á Heiði á Síðu, en móðir Guðrúnar var Ragnhiidur Odds-
dóttir frá Seglbúðum. Frá Oddi er mikil ætt, sem flestir Skaftfell-
ingar eru af komnir.
Eyjólfur Eyjólfsson hreppstjóri á Hnausum lýsir Jóni :á þessa
leið: Stór vexti, mikill um herðar, frekar mittismjór, hánefjaður,
með bogið nef, bláeygur og vel farinn í andliti, hafði netta hönd,
bar sig vel á velli, hægur í fasi, en ef mikið reyndi á, manna snar-
astur, og var sem hann tæki snöggum hamskiptum, greindur vel og
skáldmæltur, prúðmenni en skapmaður og afburða kraftamaður.
Það orð fór af Jóni, að hann væri seinn til vinnu á morgnana en
drjúgur í verki á kvöldum. Smiður var hann og sérlega vandvirkur
Goðasteinn
15