Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 22

Goðasteinn - 01.09.1967, Síða 22
myndarleg í starfi. Svo mikið þótti sr. Páli prófasti í Hörgsdal til Steinunnar koma, að á fermingardegi hennar var ákveðin trúlofun þeirra Páls sonar hans. Vinátta var með heimilunum í Hörgsdal og Heiðarseli, enda náinn skyldleiki húsmæðranna, Guðríðar og Ólafar, sem voru systradætur. Þegar þessu var ráðið, gaf Guðríður Ólöfu hring, sem hún bað hana draga á fingur sér á giftingardegi Páls og Steinunnar. Ljóst er ekki, hversu langt um leið frá fermingu Steinunnar til þess tíma, er Páll prófastur fær bréf frá Páli syni sínum, sem þá var í skóla. I bréfi þessu biður hann föður sinn að fara út í Sel og tilkynna, að hann sé hættur við að giftast Steinunni. Ragnhildur Ásgrímsdóttir frá Ytri-Dalbæ var í Hörgsdal, er þetta var, og sá, þegar prófastur las bréfið. Ógleymanleg varð henni sorg hans, því hann táraðist yfir lestrinum. Um þennan þátt í ævi Steinunnar eru öruggar heimildir. Ástæðan að heitrofum Páls er önnur saga og óskráð. Jóni Ásmundssyni eru það meðmæli ekki lítil, að hann skyldi þykja verður slíks kosts, sem Steinunn Jónsdóttir var. Hún var fyrsta lærða ljósmóðirin í Meðallandi. Þau áttu fjögur börn: Páll réðst að Teygingalæk og drukknaði þar í Eldvatninu, Jón og Guð- rún voru slagaveik og dóu bæði á Lyngum. Fjórða barnið var Ás- mundur skáld og bóndi á Lyngum. Síðari kona Jóns á Lyngum var Guðlaug Guðmundsdóttir frá Hörgslandskcti. Þau áttu ekki börn saman. Hún var áður gift Jóni Einarssyni frá Grímsstöðum og átti með honum son og dóttur. Dóttirin hét Vilborg og giftist Ásmundi á Lyngum, sem fyrr er nefndur. Guðlaug var ágætlega skáldmælt, og skrifaði Jón, síðari maður hennar, upp mörg ljóð hennar og varðveitti. Síðar gaf Ás- m.undur á Lyngum þau út í bók. Guðlaug Guðmundsdóttir var börnum Jóns ágæt fóstra, enda orðlögð kona að mannkostum. Hún lézt árið 1902. Jóni Ásmundssyni varð gott til kvenna, því ekki leið á löngu, unz hann réði sér bústýru, Kristínu Magnúsdóttur blinda, en svo var hann nefndur vcgna þess, að sjón missti hann um sextugsaldur og lifði blindur háa elli. Hún var dugnaðarkona hin mesta og lét sér annt um gamla manninn. Búskap héldu þau til 1916, en þá réðist 20 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.