Goðasteinn - 01.09.1967, Side 26

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 26
Jón R. Hjálmarsson: Úr Prándheimsíör 1967 Það var sólbjartur júlímorgunn. Ég var snemma á fótum og ók ■sem leið liggur út að Loftleiðahótelinu í Reykjavík. Eftir nokkra bið settist ég upp í áætlunarbifreið og hélt suður á flugvöilinn við Kcflavík. Þar varð aftur nokkur töf, en svo kom kallið. Dyr luk- ust upp, og hópur ferðalanga gekk út á flugvöllinn og um borð í flugvél, sem stóð þar á brautinni og ljómaði í morgunbirtunni. Brátt dundu hreyflarnir og vélin rann eftir vellinum hraðar og hraðar, þar til hjólin slepptu hrjúfu yfirborði hans, og drekinn leið ská- hallt upp í loftið á vit sólaruppkomunnar. Ferðin til Noregs var hafin. Það er sannarlega áhyggj ulítið iíf að vera farþegi í millilanda- flugvél og vel séð fyrir þörfum manna um mat og drykk. Fólk sit- ur í hægum sætum, snæðir ljúffenga rétti og sötrar kaffi, meðan farkosturinn brunar áfram yfír lönd og höf í margra kílómetra hæð. í sjónhendingu sé ég hnjúka Eyjafjallajökuls og Öræfajökuls líða hjá, og brátt tekur við hafið blátt og slétt. Stundarkorni síðar má greina Færeyjar, þar sem þær rísa brattar úr sæ, og brátt er komið að ströndum Noregs. Flogið er hátt yfir fjöllum og dölum um skeið, en fyrr en varir tekur vélin að iækka fiugið. Hún hnit- ar hringa yfir flugvellinum við Osló og rennir sér síðan mjúklega niður og nemur staðar. Við stígum út og höfum norskt land undit fótum. Ég hraðaði mér ásamt samferðafólki mínu, Magnúsi Jónssyni 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.