Goðasteinn - 01.09.1967, Side 33

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 33
Ólafsstyttan. Stiklastaðakirkja í baksýn. ein þar í bænum héti eftir Gunniaugi. Þótti okkur íslendingum það harla forvitnilegt og fórum að máltíð lokinni að leita götunnar. En vonbrigði okkar urðu mikil, því að við rannsókn kom í ljós að hún hafði fyrir skömmu verið skírð upp og heitir nú Sjávargata. Þegar norður í Vcrdal kom, var mikill viðbúnaður fyrir Ólafs- vökuna. Hvarvetna blöktu fánar og veifur og víða höfðu verið festar upp myndir og annað skraut til að minna á hinn heilaga kon- ung og sögu hans. Gengið var í forna kirkju að Stiklastöðum og staldrað við hjá Ólafsstyttu þar sem von bráðar hófst sýning á fyrrnefndu hátíðaleikriti um Ólaf helga. Höfundur þess er Olav Gullvág og tónlistina samdi Paul Okkenhaug. Aðalhlutverkið lék Gisle Straume og túlkaði hann konung af mikilli snilld. Áhorf- endur voru mjög margir og varla færri en 5000 og sýningin í heild áhrifamikil og fögur. Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.