Goðasteinn - 01.09.1967, Side 36

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 36
Og landið og sagan í ljósbliki himinsins stíga leið sína um vordraumsins heim, meðan þjóðin fer til starfa frá árdegi að aftni, er geislarnir hníga með aldanna skugga um letrið, sem framtíðin ber, sem minningu í óræðar veraldir verðandi tíma, er vaka í fjarlægðum, draumunum, starfinu - og þér íslenzki landnáms- og landheillamaður, við bríma logandi þrár til hins bezta er skyggni þín sér. Úr handraða Guðlaugs E. Einarssonar Laskasjóveður. Kannast nokkur við það orð? Á ungum árum heyrði ég einu sinni gamlan sjómann úr Þorlákshöfn nefna þetta orð. Það var, er leið á vertíð og veður var orðið hlýtt, svo að of heitt þótti að hafa róna sjóvettlinga við árina. Þá stakk sjó- maðurinn hendinni í laskann á vettlingnum og hafði um árahlumm- inn. Ekki vissi ég, hvort þetta var algengt orð í Þorlákshöfn eða nýyrði mannsins. Hygg þó fremur, að hann hafi ekki verið upp- hafsmaður orðsins. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.