Goðasteinn - 01.09.1967, Page 37

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 37
jún Árnaso7i á Lœkjarbotnurn: Þegar Stóruvallalækur var skorinn fram Árið 1958 kom út 50 ára afmælisrit Sandgræðslunnar. Þar hafa margir lagt á gjörva hönd en fáir jafnýtarlega sem Guðmundur hreppstjóri Árnason í Múla í Landsveit í ritgerð, sem hann nefnir „Uppblástur og eyðing býla í Landsveit“. Landsveit var áður blómleg sveit, með 56 búendur eftir 1820 en orðin flakandi í sárum, er á öldina leið. Mörg býli komin í auðn og búið að flytja ýmis önnur á óblásnar grasspildur. Um miðja öldina voru tveir sandgárar komnir ofan eftir endilangri sveitinni en staðnæmdust báðir við Lækjarbotna- Bjalla- og Tjörfastaðalæk, sem er einn og sami lækurinn. Guðmundur í Múla lýsir mjög ýtar- lega öllum blásturssvæðunum og segir á bls. 56 í fyrrgreindu riti: „lönd, sem enn voru óblásin, ef ekkert hefði verið aðgert, mundu hafa blásið eða farið í kaf af sandi“, og er það víst rétt til getið, en það fellur niður hjá þeim vísa manni, sem bændur í Landsveit reyndu að gera til að varna áframhaldandi eyðingu um miðja 19. öld. Um uppgræðslu var þá ekki að ræða, til þess vantaði bæði fé og þekkingu. Skal nú reynt að lýsa aðstæðum, eins og unnt er, eftir sögn eldri manna í æsku minni og þeim minjum, sem enn (1966) sjást um Goðasteinn 35

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.