Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 39

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 39
um þetta og fékk þau svör, að Stóruvallalækur hefði verið skorinn fram og veitt vestur í Vindásós. Þetta sögðu þau hafa verið fyrir sitt minni. Þeim og fleirum bar saman um, að yfirmaður verksins hefði verið Sæmundur Guðbrandsson á Lækjarbotnum, sem þá var hreppstjóri með Jóni Þorsteinssyni á Vindási. Aldrei hef ég heyrt talað um, hver átti hugmyndina að þessu. Verkið tók tvo daga. Lagði hver bóndi í Landsveit til þess einn mann, en bændur voru þá 56. Meira fékk ég þá ekki að vita. Svo liðu mörg ár, og ég átti að heita uppkominn maður. Var ég þá einu sinni saman með Kristófer Jónssyni á Vindási. Hann gat verið ræðinn og fræðandi væri maður með honum einum. Datt mér nú í hug að spyrja Kristófer, hvenær hann myndi fyrst eftir sér og hvað hann hefði þá verið gamall. Kristófer sagði þá, að hann myndi fyrst, þegar Stóruvallalæk var veitt vestur í Vindásós. Hann kvaðst hafa setið á stéttinni hjá smiðjudyrunum og séð mann koma .austan með læk og bera eitthvað, sem glampaði óvenju mikið á í kvöldsólinni. Þetta var þá Stefán Eiríksson vinnumaður á Vind- ási að koma frá vatnsveitingunni og var skóflan svona fögur eftir sandmoksturinn. Kristófer endaði frásögn sína með þessum orð- um: „Þá var ég fjögra ára, þegar þetta var, og mér ætíð minnis- •stætt síðan.“ Hann var fæddur 1847. Nú vaknaði forvitni mín verulega og spurði því Kristófer: „Ætli Stefán sé einn á lífi af þeim, sem unnu þetta þarfaverk?" Það taldi Kristófer líklegt, því Stefán var 18 ára 1851. Von bráðar bar fund- um okkar Stefáns saman, og fór ég þá að fikra að þessu við hann, 'hvort hann hefði unnið að því að búa til skurð fyrir Stóruvalla- læk og veita honum vestur í Ósbotn. Kvað Stefán svo vera. „Það var reynt að nota mig til þess, en ég var nú ekki beysinn bógur, ■ég var ekki nema 18 ára, þegar þetta var.“ „Voruð þið margir, sem -unnuð að þessu?“ „Já, við vorum víst yfir 50 hvorn dag, því það var öll sveitin.“ „Hvernig var verkinu hagað?“ „Það voru stungnir kekkir og sniddur, borið í hrúgur og látið þar sem sást að þurfti ,-að nota það. Sæmundur á Lækjarbotnum sagði til þess, því hann var yfirmaður.“ „Það hefir verið nokkur vinna að stjórna þessu?“ „Já, hann var svo duglegur, og svo var hann vel ríðandi, enda veitti -ekki af, þetta var hátt í klukkutíma gangur á milli endanna. Hann Goðasteinn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.