Goðasteinn - 01.09.1967, Side 75

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 75
stað. Lokið var við að búa í strokkinn. Þá var tekið til við að strokka, bullan hreyfð upp og niður með jöfnum, ákveðn- um slögum. Þetta verk gekk misjafnlega vel. Oftast hittist strokkurinn, sem kallað var, rjóminn var með hæfilegu hitastigi og verkið gekk að óskum, en stundum varð á misbrestur, og strokkurinn varð ýmist þrjótur eða fljótur. Þrjótur varð hann, ef rjóm- inn var of kaldur. Var þá stundum gripið til þess að ylja vatnslögg og hella í strokkinn, og mátti það hvorki vera of né van. Fljótur varð strokkur- inn, ef rjóminn var of heitur, og fór smjörgerðin þá í ólestri, smjörið varð tilberasmjör. Seinstrokkað smjör nefnd- ist barningssmjör. Gert var hlé á því að strokka, meðan strokið var ofan í. Var strokk- lokið þá tekið upp og hálf- strokkaður rjóminn, er upp hafði hrokkið, strokinn niður af lokinu, báðum megin, og einnig var hann strokinn nið- ur stafina, innan í strokknum. Að lokum kom annað hljóð í strokkinn, er gaf til kynna, að hann væri að verða full- skekinn og um leið þyngdust slög bullunnar. Næst lá þá Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.