Goðasteinn - 01.09.1967, Side 80

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 80
Svipur Sæmundar Á dvalarárum móður minnar í Múla var sá maður til hcimilis þar, er Sæmundur Arnbjörnsson hét, þá hniginn að aldri. Á önd- verðum vetri 1914-15 gekk móðir mín eitt sinn fram seint á vöku tii að loka bænum. Leit hún út um leið og sýndist Sæmundur þá standa við dyrakampinn. Ekki kunni hún við þetta, því hún þóttist vita, að Sæmundur væri háttaður í rúmi sínu, sem reyndist rétt, er að var gætt. Er á leið veturinn, tók Sæmundur sótt þá, er dró hann til dauða að þremur vikum liðnum, 16. marz 1915. Við útför Sæmundar var kistan borin út, áður en húskveðjan hófst, sökum þrengsla. Kom á daginn, að kista hans stóð þar sem móður minni sýndist Sæmundur standa fyrr um veturinn. Draumur Síðla sumars 1927 dreymdi móður mína, að henni þótti hún sjá kassa á floti í Fellsmúlalæk, skammt norðan við bæinn á Fellsmúla, en þar var vað á læknum. I kassanum sá hún Guðlaugu Pétursdótt- ur, sem þá var vinnukona í Múla. I nóvember 1928 andaðist Guðrún eftir allþunga legu. Þegar lík hennar var fært til greftrunar, var farið yfir lækinn hjá Fellsmúla á sama stað og móðir mín þóttist sjá kassann. Þarna hefur ugglaust verið farið til að stytta sér ieið að Skarði, þar sem er sóknarkirkja Múla. Ath. Þessi tvö síðastskráðu atriði bar ég undir umsögn Bjarn- rúnar Jónsdóttur, konu Guðmundar í Múla, og mundi hún glöggt eftir að hafa heyrt móður mína segja frá á þessa leið. Á.E. 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.