Goðasteinn - 01.09.1967, Side 85

Goðasteinn - 01.09.1967, Side 85
Þremur björgum þar á stóð, þegi frásögn blöndum, eins og væri hagleg hlóð hlaðin af mannahöndum. Oft við höfðum allsósmeyk af því mikið gaman undir honum leggja í leik listarauka og framann. Frækni mesta framdi sá og fagnaði sigri snjöllum, sem klettinn harðan kleif upp kvað við lof frá öllum. Annað bjarg í breiðri klöpp, barið jökli svölum, bújörð var með beztu höpp, beitt kögglum og völum. Tábeinið var tófa frek, tætti hjörð í sundur. Völustalli sú var sek, sem var bezti hundur. Hjörð vaktaði seppi sá, sveikst ekki um á verði, hafði gætur öllu á, eins þó hríðar gerði. Þar var líka byggður bær, búslóð öll í standi. ílát voru uxatær og aða af brimlasandi.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.