Goðasteinn - 01.09.1967, Page 88

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 88
manna skemmtilegastur í viðkynningu, eins og þau systkin öll frá Kálfafellskoti, síkátur, greiður og fróður í viðræðu. Lífsþrek hans var undravert, og sú var síðust hamingja hans að hverfa svo til beint frá starfinu inn í eilífðina. Þessa merkismanns hefur að litlu verið getið að leiðarlokum. Goðasteinn vill eiga þátt í að halda minningu hans á loíti með því að birta kveðjubrag Erlings til æsku hans í Kálfafellskoti, sem líka er góð heimild um æskuleiki á lið- inni öld. ★ ★ ★ ÚR HANDRAÐA GUÐLAUGS E. EINARSSONAR Hesturinn leggur kollhúfur, þegar honum líður illa, er svangur, kaldur af langri bið, bundinn við hestastein, eða bara af því, að girt hefur verið þrælslega á honum, svo hann líður þrautir. Kannski er hann gjarðsár eða kjaftsár. Gjarðsár getur hestur orðið, ef girt er fast með leirugri og óþjálli gjörð dag eftir dag í þurrkatíð. Kjaft- sár getur hestur orðið af illa gerðu og slitnu járnméli og hornhögld, sem herðist að skoltinum við hvert átak. Hvað er svo að leggja kollhúfur? Hesturinn teygir fram hausinn eða hengir hann niður mót venju. Eyrun leggjast aftur með höfðinu, svipurinn verður ljótur og lýsir slæmri líðan. Til þess svo að gefa vanlíðan sinni útrás, opnar klárinn kannski kjaftinn og bítur félaga sinn, sem stendur næst honum, og getur þá risið hörð deila. Hafa mennirnir ekki stundum svipaða aðferð hver við annan? Til voru þeir hestar, sem ekki liðu það, að fast væri girt á þeim, þeir sprengdu af sér gjarðirnar, þegar búið var að girða á þeim. Það gerðu þeir á þann hátt, að þeir þöndu út belginn, þangað til gjarðir, ein eða fleiri, létu undan og brustu. Enn voru hestar og kannski sérstaklega hryssur, sem voru sleipar að smeygja fram af sér beizli, ef þeim var sleppt mcð því. Þetta tókst þeim ótrúlega vel, þó ekki hefðu nema fót sinn til að nugga höfðinu við. En þá kom eigandinn með snæri og herti um kverkina, svo líðan skepn- unnar varð hálfu verri en ella. Mikil er ábyrgð mannsins gagnvart skepnunni. Óttast ég ekkert meir í dótni „hins hæsta“ yfir horfinni kynslóð en framkomu henn- ar gagnvart málleysingjum. 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.