Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 88

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 88
manna skemmtilegastur í viðkynningu, eins og þau systkin öll frá Kálfafellskoti, síkátur, greiður og fróður í viðræðu. Lífsþrek hans var undravert, og sú var síðust hamingja hans að hverfa svo til beint frá starfinu inn í eilífðina. Þessa merkismanns hefur að litlu verið getið að leiðarlokum. Goðasteinn vill eiga þátt í að halda minningu hans á loíti með því að birta kveðjubrag Erlings til æsku hans í Kálfafellskoti, sem líka er góð heimild um æskuleiki á lið- inni öld. ★ ★ ★ ÚR HANDRAÐA GUÐLAUGS E. EINARSSONAR Hesturinn leggur kollhúfur, þegar honum líður illa, er svangur, kaldur af langri bið, bundinn við hestastein, eða bara af því, að girt hefur verið þrælslega á honum, svo hann líður þrautir. Kannski er hann gjarðsár eða kjaftsár. Gjarðsár getur hestur orðið, ef girt er fast með leirugri og óþjálli gjörð dag eftir dag í þurrkatíð. Kjaft- sár getur hestur orðið af illa gerðu og slitnu járnméli og hornhögld, sem herðist að skoltinum við hvert átak. Hvað er svo að leggja kollhúfur? Hesturinn teygir fram hausinn eða hengir hann niður mót venju. Eyrun leggjast aftur með höfðinu, svipurinn verður ljótur og lýsir slæmri líðan. Til þess svo að gefa vanlíðan sinni útrás, opnar klárinn kannski kjaftinn og bítur félaga sinn, sem stendur næst honum, og getur þá risið hörð deila. Hafa mennirnir ekki stundum svipaða aðferð hver við annan? Til voru þeir hestar, sem ekki liðu það, að fast væri girt á þeim, þeir sprengdu af sér gjarðirnar, þegar búið var að girða á þeim. Það gerðu þeir á þann hátt, að þeir þöndu út belginn, þangað til gjarðir, ein eða fleiri, létu undan og brustu. Enn voru hestar og kannski sérstaklega hryssur, sem voru sleipar að smeygja fram af sér beizli, ef þeim var sleppt mcð því. Þetta tókst þeim ótrúlega vel, þó ekki hefðu nema fót sinn til að nugga höfðinu við. En þá kom eigandinn með snæri og herti um kverkina, svo líðan skepn- unnar varð hálfu verri en ella. Mikil er ábyrgð mannsins gagnvart skepnunni. Óttast ég ekkert meir í dótni „hins hæsta“ yfir horfinni kynslóð en framkomu henn- ar gagnvart málleysingjum. 86 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.