Goðasteinn - 01.06.1985, Qupperneq 58

Goðasteinn - 01.06.1985, Qupperneq 58
En önnur hugsun, þessari langtum háleitari að eðli og uppruna, hreyfði sér alloft hjá mér og vann hún allt það er hún mátti á móti Illfýsni. Þessa hugsun nefni ég Aðvörun. Hún sagði mér að vara mig á víninu og að ég væri alls ekki meiri maður fyrir það þó ég drykki mig fullan og léti öllum þeim hroða- og heimskulátum sem Illfýsni ráðlegði ntér, heidur skyldi ég líkjast mínum frægu forfeðrum í því, að stunda stillingu og dugnað í öllu því sem gagnstætt væri þeirri fíflsku sem Illfýsni vildi telja mér trú um að gengi næst fornaldar- frægðinni. Svona bitust þessar hugsanir smátt og smátt og vildu hvorug undan annari láta. Þó var Aðvörun orðin til muna yfirsterkari er ég 13—14 ára lagði út í mína fyrstu drykkjuferð með systkinum mínum, kunningjum og báðum þessum lagskonum mínum. En hvernig skyldi nú fara? Var nú ekki óskaráð fyrir Illfýsni að reyna til að ginna mig til að drekka og ná sér þannig upp á Aðvörun? Jú, sjálfsagt. Hún mundi líka eftir því. Fyrsta daginn gekk vel og skikkanlega og lentum við á Heiði um kvöldið. Héldum við svo þaðan um morguninn og var þá ferðinni heitið austur að Prestsbakkakirkju. Allstaðar þar sem við komum var okkur tekið með velvild og gestrisni og viðast hvar var vínið talið bæta góðgjörðir. Sumsstaðar var á boðstólum brennivín, sumsstaðar romm. Ég var ungur og óvanur áfengi en þótti bragðið gott. Fór ég nú að finna dálitla breytingu á mér, ég varð fríari í mér og fannst mér, að ég væri færari í flest en áður. En Aðvörun kom til mín og sagði á þessa leið: „Varaðu þig á þessari hughvöt, ég segi þér það satt að þú ert alls ekki meiri maður heldur en þú átt að þér, þó þér finnist það, og ábyrgstu nú að drekka ekki meira, því gerirðu það, verðurðu þér til skammarl’ Ég tók þessari bendingu vel og lofaði að passa mig. En hvernig fór? Illfýsni garminum þótti nú illa vera á sig leikið og lagði nú allt kapp á að hefna sín á Aðvörun ef færi gæfist. Færið kom strax, víninu var haldið að mér og hafði ég ekki fullkominn kjark í mér að neita því, þó ég myndi eftir heilræðum Aðvörunar. Til dæmis sagði einn maður við mig: „Þú mátt til að fá í staupið aftur, því þú ert svo lítill og ert víst settur hjá þar sem þeir stærri geta fengið eins 56 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.