Goðasteinn - 01.06.1985, Page 113
seinna var bærinn tengdur raflínu frá Sogi, um 1950. Bterinn komst
í símasamband 21. október 1946.
Sá sem þessar línur ritar dvaldist á Syðri-Rauöalæk frá barns-
aldri og fram yfir þritugt eða í rúman aldarfjórðung. Þegar ég geri
tilraun til að rifja upp heimilishætti þar, styðst ég því urn margt við
reikult barnsminni og nú er langt um liðið frá því er dvöl minni þar
lauk.
Fótaferðatími var allan ársins hring klukkan sjö. Þá var farið til
fjósaverka og innanbæjarstarfa. Morgunmjöltum varð að vera
lokið nægilega snemma til að koma morgunmjólk í veg fyrir
mjólkurbíl, oftast þann sama og flutti mjólk Þykkbæinga. Það var
um tveggja km lcið út á þjóðveg. Meðan ekkert vélknúið tæki var
til var ýmist flutt á hestvagni eða á klakki, en þegar traktor og bíll
komu til sögunnar tóku þau tæki við því hlutverki. Ég minnist þess
að ég heyrði frá því sagt að einhvern tíma hefði mjólkin verið borin
upp á veg, þá mun engin hafa fundist mjólkurhesturinn.
Að mjöltum loknum var gengið til annarra verka. Hver þau verk
voru, réð mestu um, hvaða árstíð var. Það var gengið að slætti þegar
það átti við, til gegninga meðan skepnur voru á gjöf og vorverka
meðan þau stóðu yfir. Sérstök verk heyrðu að sjálfsögðu haustinu
til. Á fyrstu árum mínum á Syðri-Rauðalæk sinníu vinnumenn gjöf
og annarri umhirðu í fjósi en konur gengu að mjöltum og höfðu
umsjón með mjólkurílátum. Á þessu varð breyting þegar fram liðu
stundir. Átti þar ekki síst hlut að máli fækkun heimilisfólks.
Nýtt fjós var tekið í notkun haustið 1950. Fram að þeim tíma var
í notkun tvístætt fjós ætlað 14 gripum fullorðnum eða því sem
næst. Það stóð eitt sér og var allt fóður borið að. Heyið var látið
i meisa eða laupa og hafði hver gripur sinn meis. Oft voru krakkar
og liðléttingar látnir bera meisana og var það kallað „að bera fram
á.” Vatn var leitt í fjósið frá vatnshrúti og safnað í tunnur og borið
til gripanna í fötum. Þryti vatn varð að sækja það í brunn skammt
frá. Fjósaverk voru því seinunnin og tímafrek enda lögð alúð við
þau sem önnur verk. Að fjósaverkum loknum að morgni var látið
í meisana til kvöldsins og næsta morguns. Mykjan var borin úr
fjósinu á handbörum eða skóflu í haugstæði úti fyrir. Fjósaskóflan
Goðasteinn
111