Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 12
Í efsta hluta Laxár er gríðarmikil framleiðsla bitmýs (Simulium vittatum). Lirfur bitmýsins sitja á grjótinu og sía vatnið sem rennur úr Mývatni þrungið lífrænum ögnum og örverum. Fram- leiðsla árinnar er að mestu háð at- burðum í Mývatni og er hún langmest við upptökin þar sem bitmýið nær að klekja tveimur göngum á hverju ári, í maí-júní og í ágúst. Í neðri hluta árinnar er minni framleiðsla og aðeins ein árleg bitmýsganga. Bitmýið er undirstöðu- fæða tveggja andartegunda, straum- andar og húsandar, auk urriða.12 Helstu tengsl fæðuvefjarins í vatnakerfi Mý- vatns og Laxár eru sýnd á 1. mynd. Tíminn og vatnið Eins og það lítur út nú á tímum er Mý- vatn ungt stöðuvatn, aðeins um 2.300 ára gamalt. Borkjarnar úr botnseti vatns- ins hafa leitt margt í ljós um sögu þess og tengsl loftslagsbreytinga og annarra víðtækra atburða við lífríki þess.13–15 Kjarnarnir sýna langtímabreytingar og leitni sem kalla má þúsaldar-tíma- kvarða. Á þessum kvarða er auðsætt að vatnið hefur verið að grynnast og að sú leitni hefur orsakað undanhald djúptegunda, til dæmis slæðumýsins (Tanytarsus gracilentus) og sviftegunda á borð við vatnaflóna (Daphnia longisp- ina). Setlagarannsóknirnar sýna einnig langtímabreytingar á magni botnlægra grænþörunga og tengdra dýrategunda, svo sem kornátu og mýtegundarinnar Psectrocladius barbimanus. Sumt af þessum hægfara breytingum kann að tengjast breytilegri eldvirkni og að- streymi næringarefna í lindarvatninu.15 Stofnbreytingar á síðari tímum má stundum marka af frásögnum og skýrs- lum náttúruskoðenda og af veiði- tölum eða skrám um aðrar nytjar. Tímakvarðinn slagar þá oft upp í öld. Í Mývatnssveit á þetta einkum við um silungsveiði og eggjatekju. Tölurnar gefa yfirleitt fremur takmarkaðar upp- lýsingar um tegundir (til dæmis er silungsveiði ekki bara bleikjuveiði) og enn minni um hugsanleg orsakatengsl. Samt geta slíkar tölur tengt nýjar og ná- kvæmari upplýsingar við lengri syrpur og bætt túlkunina. Hér skal þess og getið að miklar stofnbreytingar verða stundum án þess að náðst hafi að skrá þær eða mæla með markvissum hætti. Þannig virðist síðasta varp hafarnar (Haliaeetus albicilla) í Mývatnssveit hafa verið skömmu fyrir árið 1900.16 Séra Árni Jónsson á Skútustöðum skráði fyrstu skúföndina í Mývatnssveit árið 1895. Sú tegund er nú algengust af öndum þar um slóðir og var orðin al- gengari en duggönd upp úr 1970. Þess má og geta að óðinshana (Phalaropus lobatus) fækkaði gríðarlega í Mývatns- sveit einhvern tíma á milli áranna 1952 og 1975. Þessi fækkun var augljós kunn- ugum en aldrei skráð. Um 1940 safnaði Finnur Guðmunds- son saman gögnum um silungsveiði og eggjatekju í Mývatnssveit. Löngu síðar var unnið úr þessum gögnum og niður- stöðurnar reyndust sýna áhugaverðar og áður óþekktar sveiflur.17 Einna eftir- tektarverðast er að mikill vöxtur virt- ist fara í gegnum marga stofna í röð. Á fyrstu árum 20. aldar var stofn húsandar í miklum blóma. Eftir fylgdu hrafns- önd og hávella um 1915–1916. Hámark í silungsveiði var svo um 1922–1924 og var aflinn verulegur. Að lokum kom há- mark í varpi toppandar (sem er sérhæfð hornsílaæta) á tímabilinu 1922–1924. Rannsóknir á fæðu tegundanna sem um ræðir benda til þess að þessi mikla sveifla hafi tengst stofnum mismunandi botndýra. Virðist afar líklegt að magn kornátu hafi valdið uppgangi hrafns- andar og hávellu, og fjölgun smærri krabbadýra hafi valdið fjölgun horn- síla, sem síðan hafi valdið aukningu Skúfönd – Tufted Duck. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: