Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 23
blöndun þeirra og Homo sapiens. Erfða- fræðilegar rannsóknir á mannabeinum hafa grafið undan þeirri kynþáttahyggju sem kenningar um svokallaða langhöfða (germanskar þjóðir t.d.) og stutthöfða (Sama o.fl.) festu í sessi um miðja síð- ustu öld. Erfðaefnið leiddi í ljós mun flóknara landslag og trúverðugri sögu. EINN AF OKKUR Svante Pääbo (f. 1955), sænskur sér- fræðingur á sviði líffræðilegrar mann- fræði sem nýlega hlaut Nóbelsverð- launin í læknisfræði, leiddi í ljós árið 2010 að Neanderdalsmenn og nútíma- menn höfðu eignast sameiginlega af- komendur og að erfðamörk þeirra fyrrnefndu leyndust í öllu núlifandi fólki. Pääbo tókst að einangra erfðaefni úr forsögulegum beinum Neanderdals- manna og endurgera erfðamengi þeirra. Neanderdalsmaðurinn reyndist vera einn af okkur, hluti af okkur.11 Með rannsóknum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks í Ár- ósum og Leipzig var lögð hönd á plóg með nýstárlegri greiningaraðferð sem ekki var bundin við þau örfáu lífsýni úr Neanderdalsfólki sem áður hafði verið stuðst við. Þessar rannsóknir sýndu meðal annars fram á að Íslendingar bera ekki allir sömu erfðabútana frá Neand- erdalsmönnum.12 Erfðabútar í núlifandi Íslendingum vörpuðu ljósi á um helm- ing erfðamengis Neanderdalsmanna. HVERNIG VORU ÞAU Á LITINN? Kynþáttahyggja staðnæmist gjarna við litaraft. Hvernig voru Neanderdals- menn annars á litinn? Það er ekki auð- velt að svara því. Listamenn sem hafa gert styttur og myndir af Neanderdals- fólki hafa ímyndað sér fjölbreyttan hóp – dökkhærða, ljóshærða, rauðhærða og freknótta. Hugmyndir erfðafræðinga eru líklega jafn fjölbreytilegar. Einn þeirra sem hafa kannað málið, John Hawks við Madisonháskóla, segir það flókið.13 Vandinn er meðal annars sá að bæði listafólk og fræðimenn hafa haft til- hneigingu til að líta á Neanderdals- fólk með nútímalegum evrópskum gleraugum. Hawks segir sérkennilegt að margir mannfræðingar hafi verið uppteknir af því hvort vegfarendur í stórborgum samtímans myndu taka eftir Neanderdalsfólki klæddu nú- tímafatnaði ef það birtist allt í einu í strætisvögnum og neðanjarðarlestum. Á Neanderdalssafninu í Mettmann, skammt frá hinum fræga Neanderdal (og borginni Düsseldorf sem margir lesendur kannast sennilega betur við), er haganlega gerð vaxmynd, „Stein- aldar Clooney,“ sem sýnir myndarlegan og snyrtilegan Neanderdalsmann.14 Hann horfir forvitinn yfir sviðið, en er ekki með snjallsíma í höndunum heldur steináhald, skurðhníf að hætti steina- ldarmanna. Gott ef hann er ekki í kór- ónajakkafötum sem fræg urðu á Íslandi, fyrst með sjónvarpsauglýsingum á sjö- unda áratugnum og síðar með ljóðabók Einars Más Guðmundsonar, Er nokkur í Kórónafötum hér inni?15 Undanfarin ár hafa landamærin milli okkar og Neanderdalsfólksins máðst út ein af öðrum. Um leið hefur mynd þeirra breyst. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og við höfum tekið Neand- erdalsfólkið í sátt – skipað þeim í okkar hóp, nánast umyrðalaust – höldum við mörg hver ennþá fast í hugmyndir sem mismuna mannfólki (Homo sapiens) eftir uppruna og hörundslit. 4. mynd. Gíbraltar. Corhams-hellir, þar sem Neanderdalsmenn höfðust við, er í höfðanum lengst til hægri. Ljósm.: Gísli Pálsson. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Undirtitill:
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0028-0550
Tungumál:
Árgangar:
92
Fjöldi tölublaða/hefta:
295
Skráðar greinar:
Gefið út:
1931-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Náttúrufræði.
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: