Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 22
Þessar minjar eru taldar vera um það
bil 39 þúsund ára gamlar. Nýlegar rann-
sóknir í La Roche-Cotard-hellinum í
Frakklandi benda til mun eldri verka, 57
þúsund ára, jafnvel 75 þúsund ára. Þessi
verk fundust árið 1846 þegar unnið var
að gerð lestarteina. Skyndilega blasti
við hellir og á veggjum hans leyndust
teikningar sem augljóslega voru gerðar
markvisst og af natni.3 Lengi var talið
að þetta væru verk nútímamanna, en
nú þykir víst að höfundarnir hafi verið
Neanderdalsmenn þar sem nútímamenn
numu ekki land í þessum hluta Evrópu
fyrr en löngu síðar. Þetta eru sannar-
lega byltingarkenndar niðurstöður.
Neanderdalsmenn eru á hraðferð inn
í nýjan heim. Ein helsta heimildin um
rannsóknir á Neanderdalsmönnum, The
Neanderthals Rediscovered eftir Dimitru
Papagianni og Michael A. Morse, hefur
ítrekað verið endurútgefin, endurbætt
í ljósi nýrrar vitneskju. Nú virðist hún
verðskulda enn eina yfirferðina.
Skyldu Neanderdalsmenn hafa talað?
Málfræðingar og mannfræðingar eru
ekki á einu máli. Hinn kunni mál-
fræðingur Noam Chomsky (áður hjá
MIT- háskólanum) er viss í sinni sök:
„Þess vegna bara við“.4 Rök hans eru
einkum þau að hæfileikinn til að tala
hafi orðið til seint og snögglega, án
umtalsverðra breytinga á erfðum, og
börn okkar nái tökum á flóknu tungu-
máli á ótrúlega skömmum tíma; ann-
aðhvort hafi tegund þá „málstöð“ sem
til þarf eða ekki. Nútímafólk hafi skap-
andi mál, en aðrar tegundir í besta falli
einföld táknkerfi.
Aðrir, svo sem mannfræðingurinn
Stephen C. Levinson (áður hjá Max
Planck-stofnuninni í Nijmegen), telja,
með tilvísun til nýrra viðhorfa í erfða-
fræði og beinarannsóknum, að mál-
notkun hafi ekki einskorðast við Homo
sapiens sapiens – það séu „ekki bara
við“ sem höfum skapað mál.5 Hæfileik-
inn til að tileinka sér „mannamál“ hafi
líklega áunnist hægt og sígandi, í skjóli
náttúruvals. Neanderdalsmenn hafi
deilt FOXP2-geninu, sem kom við sögu í
þróun talaðs máls, með nútímamönnum
og talfæri þeirra hafi verið svipuð okkar.
Ekki sé sjálfgefið að þeir hafi talað, og
það verði líklega seint fullreynt, en telja
megi yfirgnæfandi líkur á að svo hafi
verið.1 Vitneskjan um endurtekna erfða-
fræðilega blöndun Neanderdalsmanna
og nútímamanna styður þá kenningu.
Chomsky er laus við tepruskap og
kreddur Viktoríutímans, en hann virð-
ist hins vegar eiga erfitt með að ímynda
sér bæði náið samlífi tegundanna og það
sameiginlega vitsmunalíf sem því hefur
væntanlega fylgt. Hann stendur fastur á
sínu: Það eru „bara við“ − eins og önnur
menni hljóti að vera af-dalamenn.
AF ÖÐRUM DALAMÖNNUM
Árið 1961 birti dagblaðið Tíminn viðtal
við dr. Jens Ó. P. Pálsson (1926–2002)
mannfræðing um rannsóknir hans á
Íslendingum. Blaðamaðurinn spyr: „Þú
hefur verið að gera mælingar á Dala-
mönnum? ... Til hvers ertu að mæla þá?“
Jens svarar:
Þær eru gerðar ... til þess að varpa
ljósi á uppruna þjóðarinnar. ... Í
Dalasýslu eru dökkhærðir og ljós-
hærðir langhöfðar tiltölulega al-
gengir, en það eru höfuðeinkenni
„írsku týpunnar“, samkvæmt þeim
rannsóknum, sem bandarískur
mannfræðingur, Hooton að nafni,
lét gera á Írlandi á sínum tíma.6
Þegar hér var komið sögu starfaði Jens
við Mannfræðistofnunina í Mainz í
Þýskalandi, sem átti sér vafasama fortíð.
Earnest Hooton (1887–1954), sá sem Jens
vísaði til, prófessor við Harvardháskóla,
skipti mannkyni í nokkra kynþætti í bók
sinni Upp af apanum (1931).7 Hauskúpur
frá miðöldum, sem Vilhjálmur Stefáns-
son hafði safnað á vegum Peabodysafns
Harvardháskóla í kirkjugarði á Haf-
fjarðarey á Mýrum sumarið 1905, vöktu
töluvert umtal og blandaði Hooton sér
í umræðuna.8 Að mati Hootons stóðu
norrænir menn ofarlega í stigskipt-
ingu mannkyns. Sumir kynþættir, sagði
hann, væru nær öpunum en aðrir. Til
marks um það væru meðal annars mæl-
ingar höfuðbeina. Nú vitum við hins
vegar að flokkun eftir kynþáttum á sér
fyrst og fremst félagslegar rætur og er
ekki reist á vísindalegum forsendum
– og að Neanderdalsmenn eru í okkur
öllum. Á undanförnum árum hafa höf-
uðbeinin í Íslendinganýlendunni við
Harvard aftur komist á dagskrá; nú er
deilt um eignarhald beinanna og hvort
Harvardháskóla beri að skila þeim til Ís-
lands; senda þau heim.9
Rannsóknir á mannabeinum voru
víða misnotaðar í þjóðhverfum, ras-
ískum og pólitískum tilgangi á síðustu
öld.10 Samt skyldu þær ekki vanmetnar.
Þær hafa haldið velli undir nýjum for-
merkjum og segja merka sögu, meðal
annars um Neanderdalsmenn, og kyn-
3. mynd. „Steinaldar Clooney.“ Vaxmynd á Neanderdalssafninu
í Mettmann, skammt frá Düsseldorf.
Náttúrufræðingurinn
110