Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 8
INNGANGUR
Samfelldar rannsóknir á andarstofnum
Mývatns hafa staðið yfir síðastliðna
fjóra áratugi og verður væntanlega fram
haldið um nokkurt skeið. Í fyrstu voru
rannsóknirnar stundaðar sem hluti af
almennum og víðfeðmum könnunum
á vistkerfi Mývatns og Laxár, sem dr.
Pétur M. Jónasson var í forsvari fyrir.1
Fljótlega færðist áherslan yfir á að þróa
aðferðir sem gætu nýst til þess að bæta
niðurstöðurnar þannig að auðveldara
yrði að túlka tölur um afkomu andar-
stofnanna í samhengi við aðra þætti,
bæði í vistkerfi Mývatns sjálfs og utan
þess, til dæmis á vetrarstöðvum and-
anna. Eins og kunnugt er hafa Mývatn
og vatnakerfi þess löngum verið eft-
irsótt til margvíslegra nota, svo sem
búskapar, silungsveiða, raforkufram-
leiðslu, námavinnslu og ferðamennsku.
Fram undir 1970 var þó lítill skilningur
á því hérlendis að þessi not gætu haft
neikvæðar afleiðingar ef ekki væri farið
með gát. Trú nýfrjálsrar þjóðar á fram-
farir og tæknivæðingu var mikil.
Hér er valin sú leið að lýsa mjög al-
mennt vistkerfi Mývatns og breytileika
þess í tíma. Síðan er rætt um stofnfræði
vatnafugla, einkum anda, og leitað
svara við þremur rannsóknarspurn-
ingum: 1. Hvernig er árleg viðkoma
ákvörðuð? 2. Hvernig er dreif (= út-
breiðsla og þéttleiki) anda á varptíma
ákvörðuð? 3. Hvernig er stofnstærð
anda ákvörðuð á víðari grundvelli (út
frá farleið, heildarstofni)?
Mývatn og umhverfi þess er fágætt
og í rauninni einstakt fyrirbæri. Þeir
sem unnið hafa þar að vistfræðilegum
rannsóknum eru oft minntir á þetta af
öðrum fræðingum, sem eiga það til að
gefa í skyn að stofnferlar og takmarka-
þættir á þessum stað kunni að vera öðru-
vísi en annars staðar. Að nokkru leyti
skýrast undur Mývatns af sjaldgæfum
eiginleikum Íslands. Landið er stór og
afskekkt úthafseyja sem einkennist af
jarðeldum, og lífríkið er að langmestu
leyti til komið á síðustu 10 þúsund
árum. Afleiðingarnar eru margvíslegar,
meðal annars fátækleg landfána. Ýmsa
dýrahópa vantar með öllu, svo sem mo-
skítóflugur (Diptera, Culicidae), marga
vatnafiska, svo sem karpa (Cyprinidae),
og flest landspendýr, þeirra á meðal
stúfur og læmingja (músategundir sem
eru grasbítar – Muridae, Microtinae)
sem eru mikilvægir liðir í vistkerfum
nálægra meginlanda. Ísland er eitt af
seinustu löndum sem maðurinn (Homo
sapiens) nemur. Landfuglategundir eru
fáar hér á landi en hins vegar eru hér
margar tegundir sjófugla, vatnafugla
og strandfugla, og einstaklingafjöldi
sumra þessara tegunda er mikill.
Hrafnsönd – Common Scoter. Ljósm./photo: Daníel Bergmann
Náttúrufræðingurinn
96
Ritrýnd grein / Peer reviewed