Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 38
INNGANGUR Í maílok 1882 festust 32 stórhveli í ís við Ánastaði á Vatnsnesi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Veðurfar var óvenju slæmt þetta ár og hélst ís landfastur við Norð- urland allt sumarið. Hvalakoma þessi reyndist mikill happafengur fyrir lands- menn sem voru á barmi hungursneyðar. Mannfjölda dreif að hvalfjörunni frá stórum hluta landsins til að ná sér í mat- föng, spik til ljósa og annað sem mátti nýta af hvölunum. Stóð hvalskurður yfir mestallt sumarið. Saga þessi var nýlega tekin saman og birt í Náttúrufræðingnum.¹ Margar heimildir um þessa hvalakomu geta um stærð hvalanna og voru þeir nefndir stórfiskar, stórhveli eða reyðarhvalir. Nákvæmlega hvaða tegund eða tegundir áttu í hlut var hins vegar hvergi getið. Í fyrri hluta þessarar greinar er greint frá rannsókn hvaða tegundar Ána- staðahvalirnir voru. Miðað við stærð þeirra sem heimildarmenn gáfu upp komu helst tvær tegundir til greina, steypireyður (Balaenoptera musculus) og langreyður (B. physalus). Lengi var ekki unnt að tegundagreina beinaleifar sjávarspendýra nema út frá ákveðnum beinum. Forn hvalbein eru oftast illgreinanleg eftir útliti, enda oft aðeins bútar, nema helst hausbein og tennur. Samanburðarbeinasöfn2 eru fá í heiminum, stundum óaðgengileg eða bein úr tegundum sem koma til greina ekki til í þeim. Möguleikar til tegunda- greininga á beinum sjávarspendýra hafa gjörbreyst vegna tilkomu nýlegra að- ferða í sameindafræði. Tvær sameindaaðferðir hafa verið þróaðar síðustu áratugi til að greina tegundir út frá beinasýnum. Sú fyrri byggir á samanburði DNA-raða en sú seinni nýtir samsetningu eininga í kollageni sem er byggingarefni beina.3 Þessi síðari aðferð var notuð í þessari rannsókn til að greina bein sem enn eru til úr Ánastaðahvölunum frá 1882. Þar sem þessar aðferðir við tegundagrein- ingar á beinasýnum eru fremur nýjar af nálinni þótti ástæða til að lýsa þeim nánar fyrir lesendum. Í öðrum hluta greinarinnar er fyrst fjallað um skráða hvalreka þar sem steypireyðar áttu í hlut, dýr sem lok- uðust í ís eða drápust af öðrum or- sökum. Ekki er fjallað um beinar veiðar á steypireyðum en um dýr sem drápust óbeint vegna veiða. Að lokum er fjallað um hvalbein sem fundist hafa við skipu- legan uppgröft í gömlum öskuhaugum eða við uppgröft fornra býla. Greiningar á slíku efni varpa ljósi á dýrategundir sem menn hafa nýtt á einhvern hátt og breytingar á nýtingu yfir aldirnar. Stundum hafa fundist hvalbein og má búast við að mörg þeirra, jafnvel flest, hafa verið úr strönduðum hvölum, ekki síst fyrr á öldum þegar veiðitæki voru fátækleg og hvalveiðar á stórhvelum eins og steypireyðum takmarkaðar. AÐFERÐIR VIÐ TEGUNDAGREININGAR Tvær aðferðir, raðgreining DNA og kollagengreiningar, hafa einkum verið notaðar til að greina bein sjávarspendýra til tegundar með sameindaaðferðum. Raðgreining DNA Raðir af DNA endurspegla þróunar- sögu tegunda, skyldleika einstaklinga innan tegunda og aðgreiningu stofna og tegunda. Vegna uppsöfnunar á stökkbreyttum genum er meiri munur á DNA-röðum milli tegunda eftir því sem lengra er liðið síðan þær áttu sam- eiginlegan forföður. Þannig er talað um sameindaklukku sem tifar en mishratt eftir því hvaða svæði í erfðamenginu eru skoðuð og hvaða skorður eru á upp- söfnun breytinga í ákveðnum genum.4 Með því að velja ákveðna búta af erfðaefni og ákvarða samsetningu af núkleotíða-röðum (A, G, C og T) má með einföldum samanburði oft finna úr hvaða tegund lífvera sýni eru komin. Gögn í genabönkum geyma upplýs- ingar um slíkar DNA-raðir fyrir fjölda tegunda og nýtast til samanburðar. Slíkar aðferðir eru nú notaðar m.a. í rannsóknum á umhverfis-DNA (eDNA) sem eru að bylta rannsóknum á líffræði- legri fjölbreytni.5 Í rannsóknum á dýrum er oft stuðst við stuttar DNA-raðir úr hvatberum en hvatberar eru frumulíffæri í heil- kjörnungum sem upphaflega voru bakteríur. Þeir erfast frá móður til af- kvæma og hafa sitt eigið erfðaefni. Í BOLD-gagnagrunninum6 og einnig í GenBank-gagnagrunninum7 má finna upplýsingar um DNA-raðir hvatbera úr mörgum dýrategundum og landfræði- legan breytileika innan þeirra. Gögn um hvatbera hafa reynst heppileg við slíka flokkun. Stökkbreytingar í hvatbera eru tíðari en í kjarna-DNA og þar sem þeir erfast aðeins frá móður er stofnstærð þeirra minni en kjarnalitninga. Vegna minni stofnstærðar tekur yfirleitt styttri tíma fyrir ný afbrigði stökkbreytinga að verða allsráðandi í hvatberum innan tegunda en í kjarna-DNA. Þess vegna þróast DNA hvatbera almennt hraðar en DNA í kjarnalitningum. Auk þess er DNA-litningur hvatbera hringlaga, ólíkt DNA í kjarnalitningum, og varðveit- ist þarafleiðandi vel í gömlum sýnum. Ýmsar rannsóknir á gömlum efniviði hafa því byggst á greiningum á hvatbera- DNA, t.d. á fornum rostungsbeinum hér á landi.8 Framfarir í sameindaaðferðum og ört stækkandi genabankar hafa gert rað- greiningar á kjarna-DNA til tegunda- greininga auðveldari. Þær geta einnig nýst til að greina nánari skyldleika milli einstaklinga innan tegunda. Greiningar á DNA úr gömlum sýnum eru þó ýmsum vandkvæðum háð. Það getur varðveist illa eða brotnað niður svo styrkur DNA- sameindanna er of lítill. Eftir því sem lengra líður frá því að lífveran var á lífi er aukin hætta á blöndun við DNA frá öðrum tegundum eða úr umhverfinu. Því getur verið vandasamt í slíkum til- vikum að fá viðunandi niðurstöður.9 Kollagengreiningar Hin aðferðin til að greina bein til tegundar út frá sameindum byggir á massagreiningu kollagena eða ZooMS (sem er skammstöfun fyrir Zooarchae- ology by Mass Spectrometry). Sú að- ferð hefur reynst vel við greiningar á beinum sjávarspendýra eins og hvala. Með þessari aðferð er einnig unnt að greina tegundasamsetningu ef bein eru af margvíslegum toga á einum og sama fundarstaðnum. ZooMS aðferðin var fyrst þróuð 2009.10 Hún byggir á því að greina sam- setningu byggingareininga kollagen- próteina í beinum með massagreini MALDI-TOF (e. Matrix-Assisted Laser Desorption/Ionization Mass Spectro- metry). Samsetning eininganna er ólík eftir tegundum og er aðferðin mun ódýrari en DNA-raðgreining. Kollagen eru algeng byggingarprótein dýra allt frá svömpum til manna en til eru um 30 gerðir kollagenpróteina. Kollagen eru samsett úr endurteknum byggingar- einingum sem mynda þrefaldan spíral (e. helix).11 Í spendýrum skiptast þau upp í tvær samskonar ɑ1 keðjur og eina Náttúrufræðingurinn 126 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.