Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 57
og flétta þar og víðar á Tröllaskaga, sé
fremur tengt mikilli hrörnun slíkra líf-
vera samfara móðuharðindunum seint á
átjándu öld.
Á árunum 1987-2000, skoðaði höf-
undur nánar þessi fyrirbæri og ritaði
um þær ýtarlega MSc ritgerð í jarðfræði
við Háskóla Íslands undir heitinu Frera-
fjöll.27 Árið 1995 ritaði höfundur grein í
Náttúrufræðinginn undir heitinu: Berg-
hlaup eða urðarjöklar.28 Greinin vakti
athygli og var gagnrýnd í orðræðu jarð-
fræðisamfélagsins en þó var lítt eða ekki
ritað gegn henni. Síðari tíma rannsóknir
og greinaskrif erlendra vísindamanna
hafa þó fremur styrkt þær tilgátur sem
þar eru lagðar fram en hrakið.22,23, 25 Að
auki ritaði höfundur um sífrerasvæði á
Norð-Austurlandi í tímaritið Múlaþing
199629 og almennt um sífrera á Íslandi í
„ráðstefnurit“ í Frakklandi vegna kynn-
ingar á sífrera hérlendis.30 Á mynd 2 eru
sýnd dæmi um urðarjökla í skálum að
baki Hólabyrðu í Hjaltadal. Snjóalög
eru mjög breytileg milli ára og sum árin
sést lítið í virku urðarjöklana.
Í ritgerðinni Frerafjöll,27 er gerð
tölfræðileg greining á ýmsum þáttum
er varða urðarjökla, urðartungur og
urðarbingi á Tröllaskaga. Ekki er höf-
undi kunnugt um að hliðstætt hafi verið
unnið hérlendis þótt slík gagnameð-
ferð hafi verið algeng erlendis.12–15, 31, 32, 33
Á mynd 3 er útbreiðslukort yfir urðar-
jökla á Tröllaskaga smækkað úr rit-
gerðinni Frerafjöll. Með betri og að-
gengilegri loftmyndum hin síðari ár,
koma í ljós miklu fleiri urðarbingir en
áður sáust (meðan ritið Frerafjöll var
í undirbúningi) og auðveldara er að
greina virkni þeirra. Þegar hér er rætt
um urðartungur og urðarbingi er óvíst
um hvort í þeim leynist enn innri ís og
í þeim hópi eru einnig jarðmyndanir
sem telja má víst að séu orðnar íslausar
á okkar tímum (e. relict rockglaciers).
Hæð urðartungnanna yfir sjó var
greind og þær flokkaðar eftir landfræði-
legum austur-vestur beltum auk þess
sem þeim var varpað, inn í langsnið
eftir háhrygg Tröllaskaga (4. mynd).
Með þessum teikningum er gerð tilraun
til að sýna staðsetningu urðartungna
og flokkun þeirra í einfaldri þrívídd. Í
ritgerðinni Frerafjöll eru niðurstöður
margskonar greininga á tölfræðilegum
þáttum er varða urðarjökla og urðar-
tungur á Tröllaskaga. Sjá má að dreifing
urðartungna og urðarjökla á Tröllaskaga
er í stórum dráttum hliðstæð dreifingu
slíkra fyrirbæra á virkum (og fyrrum
virkum) sífrerasvæðum í fjöllum er-
lendis.12–14,33, 39 Mynd 4 má túlka sem svo
að langtíma landmótun sýni þrálát ein-
kenni „alpajökla“ sem hafa verið þykk-
astir í dalbotnum næst miðju skagans
3. mynd. Útbreiðsla urðarbingja og urðartungna á
Tröllaskaga. Byggt á korti (teikning 6.1) í ritgerðinni
Frerafjöll27. – Distribution of rockglaciers and related
debris bodies in the Tröllaskagi peninsula (valley and
cirque glaciers light blue)27. Ágúst Guðmundsson 2000.
145
Ritrýnd grein / Peer reviewed