Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 13
toppandar.4, 18 Gráendur (Anas og Mar-
eca spp.), skúfönd og duggönd virðast
ekki hafa tekið þátt í þessari sveiflu og
rímar það við þá hugmynd að afkoma
þessara tegunda stjórnist af magni ryk-
mýs.18 Þess má og geta að metár í töku
duggandareggja (skúfönd og duggönd
voru ekki aðgreindar) var 1942. Það ár
töldu Mývetningar að rykmý hefði verið
óvenju mikið og er því til stuðnings sagt
að um sumarið hafi ungir menn á Gríms-
stöðum rennt sér á skíðum á mýinu.
Segja má að stofnsveiflur á mæli-
kvarðanum 100 ár sé erfitt að kanna
nema eftir á, og erfitt hlýtur jafnan að
vera að sannreyna tilgátur um atburða-
rás á svo löngum tíma. Hingað til hafa
menn látið nægja að setja fram líklegar
staðhæfingar. Til dæmis virðist senni-
legt að bleikja og tilteknar andartegundir
séu mjög háðar grænþörungateppinu
sem lengi þakti botn Syðriflóa, svo og
dýralífi. Hægt er að áætla þekju græn-
þörunganna bæði af sýnum af staðnum
og af loftmyndum. Gögn frá 1939, 1963
og 1979 sýna að þörungateppið rýrnaði
um nær helming á tímabilinu 1963 til
1979.5 Eftir það hefur enn orðið rýrnun
og síðustu fréttir herma að þessi undir-
staða lífríkisins sé nær horfin.
Fuglalífið við Mývatn vakti snemma
athygli og athuganir jukust verulega
upp úr miðri 20. öld.10, 19 Reglubundin
vöktun margra fuglastofna í Mývatns-
sveit hófst árið 1975. Markmið vöktun-
arinnar var að safna nokkrum árlegum
grundvallartölum fyrir eins margar
tegundir og mögulegt var, og var áhersla
lögð á tegundir sem voru annaðhvort al-
gengar eða auðtaldar eða hvort tveggja.
Byrjað var á vatnafuglum og hefur ár-
lega verið safnað tölum um 21 tegund
þeirra (18 andfugla, 2 brúsa og flór-
goða). Augljóst forgangsverkefni var að
vakta fæðutegundir sem eru undirstaða
fuglastofna, og voru mýflugurnar fyrstar
á dagskrá. Sérstök flugugildra var þróuð.
Komust þær í gagnið árið 197720 og hafa
flugugildrur staðið við Mývatn og Laxá í
á sumrin, frá maí til september, á hverju
ári upp frá því.21 Gildrurnar gefa svipaða
vísitölu um ástand mýstofna og botn-
sýni, en öflun hinna síðarnefndu er hins
vegar mjög kostnaðarsöm. Einkum er
athyglisvert að stofnbreytingar ríkjandi
mýflugutegundar, Tanytarsus gracilentus,
reynast háðar fæðutakmörkum22, 23 en
stofnsveiflurnar hafa einnig áhrif á
afkomu annarra botndýra.24, 25 Ungar
flestra andartegunda byggja á rykmýi
sem fæðu. Botnlæg smákrabbadýr,
einkum kornáta, eru einnig mikilvæg
og hefur verið fylgst með þeim með sér-
hönnuðum krabbadýragildrum á hverju
ári frá 1990.24
SPURNINGAR UM
TAKMÖRKUN STOFNA
Fræðin um takmörk dýrastofna eru víð-
tæk og miðlæg í vistfræðinni.26–29 Rann-
sóknir á þessu sviði snúast yfirleitt um
stærð æxlunarstofna og viðkomu, og
um breytileika þessara stærða milli ára.
Oft eru rannsakaðir æxlunarstofnar að-
eins brot af stærri heildarstofnum (e.
metapopulations).30 Þetta á sérstaklega
við um stofna farfugla, en aðeins í fá-
einum tilvikum hefur verið sýnt fram á
að stofntakmörk eigi sér stað á kvarða
sem nær til heildarstofnsins. Þó hefur
tekist að sýna fram á tengsl úrkomu
(sem stjórnar útbreiðslu vatnasvæða
á gresjum) og heildarstofnstærðar
anda og kolhænu (Fulica americana) á
gresjum Norður-Ameríku.31, 32
Mývatn er fremur afskekkt og ein-
angrað svæði þar sem mikið er af
vatnafuglum. Vatnalífið er vel þekkt og
þar hefur nú verið fylgst lengi með líf-
ríkinu. Í samanburði við önnur rann-
sóknarsvæði eru hér hlutfallslega stórir
hlutar af heildarstofnum allmargra
1. mynd. Einfaldaður fæðuvefur Mývatns og Laxár, þar sem lögð er áhersla á endur og
fæðuuppsprettu þeirra á vatnsbotninum. – A simplified food web of Lake Mývatn and the
river Laxá with particular reference to ducks and their benthic food base.
Mývatn Laxá
101
Ritrýnd grein / Peer reviewed