Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 31
RANNSÓKNIR KRABBE Á EFNIVIÐI FRÁ ÍSLANDI Eins og áður hefur komið fram beindust rannsóknir Haralds Krabbe hér á landi fyrst og fremst að því að rannsaka band- orma í hundum og köttum sem mynda sulli í fólki, sauðfé og nautgripum.3–5,15 Einnig fann hann ígulsull í eina svíninu sem hann náði að kryfja hér á landi. Hér má bæta því við að ígulsullir hafa aldrei fundist hér í hrossum eða hreindýrum (Rangifer tarandus).8 Meðfædd forvitni rak Harald Krabbe til rannsókna á öðrum sníkjudýrum sem rak á fjörurnar. Gilti þá einu hvort um var að ræða bandorma eða þráðorma. Skoðum það nánar. Bandormar í íslenskum spendýrum Krabbe fann refabandorminn (Meso- cestoides canislagopodis) í eina mel- rakkanum (Vulpes lagopus) sem hann krufði í Íslandsdvöl sinni og sá að þarna var á ferðinni áður óþekkt tegund sem hann lýsti fljótlega fyrir vísindin.5 Meira en öld síðar endurlýstum við tegundinni og er þar tekið mið af fleiri greiningareinkennum en þeim sem getið er í frumlýsingunni.25 Tegundin hefur hvergi annars staðar verið stað- fest í heiminum. Á síðari árum hefur lífsferillinn verið til rannsóknar en hann er ekki ennþá að fullu þekktur. Annað lirfustig tegundarinnar (nefnt tetrathyridum) hefur fundist hér bæði í rjúpu (Lagopus muta)26 og hagamús (Apodemus sylvaticus)27 og nú er hafin leit að fyrsta lirfustiginu í lífsferlinum í skordýrum og áttfætlum sem safnað var við greni melrakka. Þannig standa vonir til að upplýsa megi lífsferilinn. Í köttum fann Krabbe bandorminn Taenia taeniaformis og við krufningu á þremur brúnrottum (Rattus norveg- icus) fann hann lirfustig tegundarinnar (Cysticercus fasciolaris).5 Þráðormar í íslenskum spendýrum Við hunda- og kattakrufningarnar fann Harald Krabbe tvær tegundir þráð- orma, hundaspóluorminn (Toxocara canis) og kattaspóluorminn (Toxocara cati). Þá gengu þessir spóluormar undir nöfnunum Ascaris marginata og Ascaris mystax. Í dagbókarfærslu 6. október 1863 segir Krabbe að hann hafi fengið fregnir af faraldri árið 1855 af völdum þráð- ormsins Strongylus filaria í veturgömlu fé í Árnessýslu. Þar mynduðu ormar kös eftir að hafa flætt út um vit dauðra kinda.6 Þarna var á ferðinni stóri barka- pípuormurinn, lungnaormur sem nú gengur undir nafninu Dichtyocaulus filaria en er, vegna ormalyfjagjafa, orðinn sjaldgæfur í fé á Íslandi.28 Íslensk fuglasníkjudýr Í rannsóknarferðinni 1863 leitaði Krabbe að bandormum í ýmsum villtum fuglum. Til dæmis getur hann þess í dagbók sinni að honum hafi verið færður til skoðunar hrafn (Corvus corax).6 Ekki virðist hann hafa fundið bandorm í krumma. Aftur á móti greindi hann sex tegundir í öðrum fuglum sem hann rannsakaði (1. tafla). Þremur þeirra hafði kollegi hans Karl Rudolphi raunar lýst áður, en hinum þremur lýsti hann sjálfur fyrir vísindin (Krabbe 1869a).29 RANNSÓKNIR OG RITSTÖRF KRABBE Í DANMÖRKU Mannasníkjudýr Á árunum 1862 til 1905 birti Harald Krabbe að minnsta kosti níu greinar um mannasníkjudýr. Fjórar þeirra birt- ust á árunum 1862 til 1876 í ritinu Uge- skrift for Læger. Um er að ræða danskar þýðingar á jafnmörgum köflum sem áður höfðu birst á þýsku í handbók um mannasníkjudýr eftir Rudolf Leuckart. Elsta greinin er um bandorma,30 sú næsta fjallar um ögður og blóðsugur,31 þriðja er um þráðorma32 og sú fjórða um þráðorma og nokkra bandorma sem ekki hafði áður verið minnst á.33 Þarna er að finna ágætt yfirlit um nýjustu þekkingu á mannasníkjudýrum á þessum tíma. Fimmta greinin fjallar um hættuleg- ustu sníkjudýr mannsins,34 birtist í ritinu Hygieiniske Meddelelser og miðast við aðstæður í Danmörku. Þar eru til um- fjöllunar sníkjudýr í mönnum sem á lirfu- stigi lifa í nautgripum (Taenia saginata), svínum (Taenia solium) eða ferskvatns- fiskum (breiði bandormur mannsins, Dibothriocephalus latus). Einnig er fjallað um ígulsullinn og tríkínur, sem stundum eru nefndar fleskormar, en það eru þráðormar af ættkvíslinni Trichin- ella. Ekkert þessara sníkjudýra er land- lægt á Íslandi en sumar tegundirnar hafa fundist á seinni árum í ferðalöngum sem hafa smitast erlendis.35 Fræðiheiti Krabbe Núverandi heiti skv. Fauna Europea Hýsill á Íslandi Taenia sternina n. sp. Paricterotaenia sternina (Krabbe, 1869) Kría (Sterna paradisea) Taenia larina n. sp. Alcataenia larina (Krabbe, 1869) Hettumáfur (Larus tridactylus) Taenia micracantha n. sp. Alcataenia micracantha (Krabbe, 1869) Hettumáfur (Larus tridactylus) Taenia capillaris, Rudolphi 1810 Confluaria islandica, Vasileva, Skirnisson & Georgiev 2008 Flórgoði (Podiceps auritus) Taenia rhomboidea, Rudolphi 1819 Aploparaksis furcigera (Rudolphi, 1819) Stokkönd (Anas paltyrhynchos) Taenia socialis, Rudolphi 1810 Alcataenia armillaris (Rudolphi, 1810) Langvía (Uria troile) Tafla 1. Á þessum árum var bandormum gjarnan lýst undir ættkvíslarheitinu Taenia. Svigi utan um nafn og lýsingarártal táknar að tegundin hafi við endurskoðun verið flutt yfir í aðra ættkvísl. 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.