Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 30
—Innskotsgrein A—
TÝPUSÝNI – FRUMEINTÖK
Sex smásjárgler (númer 326 til 331) með
ýmsum líkamshlutum bandorms, Parict-
erotaenia sternina (Krabbe, 1869), sem
Harald Krabbe safnaði í Reykjavík sum-
arið 1863 úr meltingarvegi kríu (Sterna
paradisea; gamalt samheiti þess fugls,
Sterna macrura, er ritað á glerin). Upp-
haflegt heiti tegundarinnar var Taenia
sternina n. sp. Krabbe, 1869.
Hér eru á ferðinni frumeintök (oft
nefnd týpusýni) og er lýsing tegundar-
innar byggð á þessum sýnum. Frumein-
tök á Dýrafræðisafninu í Kaupmanna-
höfn eru auðkennd með rauðum punkti.
Vitað er um 76 tegundir fuglaband-
orma sem Krabbe lýsti sem nýjum
tegundum fyrir vísindin þannig að
algengt er að rekast á sýni merktum
rauðum punkti í safninu.
Kollegar við háskóla og dýrafræði-
söfn skiptast oft á sýnum þegar unnið
er að lýsingu tegundar. Vitað er að
Krabbe heimsótti söfn í Evrópu, meðal
annars í Berlín, til að stúdera þar sýni
kolleganna. Jafnframt fékk hann send
eintök til skoðunar á Dýrafræðisafnið
í Kaupmannahöfn. Ljósm./Photo: Karl
Skírnisson.
Margir samverkandi þættir leiddu til
þess að mönnum tókst ætlunarverkið,
að útrýma ígulbandorminum og þar með
sullaveiki á Íslandi. Sú niðurstaða hefur
vakið heimsathygli og er oft tíunduð í
fræðiritum. Það að búa á eyju, þar sem
hægt er að takmarka innflutning hunda,
skipti vissulega mestu máli í aðgerðum
til að koma í veg fyrir endursmit. Inn-
flutningur hunda til landsins var bann-
aður frá 1906 allt fram til ársins 1989, og
eftir það einungis leyfður að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, innflutningi í
gegnum einangrunarstöð, tilheyrandi
eftirliti og lyfjum sem drepa ormasmit í
hundum.24
Einbeittur vilji landsmanna til að
losna við sullaveikina skipti þó sköpum.
Margt hjálpaði í þeirri baráttu. Sauð-
fjárhald breyttist eftir að aðgerðirnar
hófust. Hætt var að færa frá og hafa ær
í kvíum, sauðaeldi lagðist af, á tímabili
var fé flutt lifandi úr landi og skipulagn-
ing slátrunar breyttist. Sláturhús voru
reist þar sem fé var slátrað, eingöngu á
haustin, undir vökulu eftirliti sérþjálf-
aðra starfsmanna sem leituðu skipulega
að sullum og skráðu það sem þeir fundu
þannig að hægt var að fylgja eftir með
aðgerðum þegar vart varð við sulla-
veikt dýr. Og búskaparhættir breyttust.
Fólksflutningar úr sveitum á mölina
jukust jafnt og þétt eftir því sem leið á
öldina og fólk settist að í þéttbýli þar
sem sjaldnast var að finna hunda eða
sauðfé, aðalleikendurna í lífsferlinum.7,13
Harald Krabbe leit yfir farinn veg
árið 1890 og ritaði þá yfirlitsgrein þar
sem hann rekur í tímaröð hvernig þekk-
ing á sullaveikinni kom fram og hvaða
viðnámsaðgerðum var beitt á hverjum
tíma. Ekki fer þó á milli mála óánægja
hans með að tillögur hans um að fækka
hundum í landinu höfðu ekki orðið að
veruleika, því undir lok níunda áratugar-
ins voru enn hátt í 10 þúsund hundar í
landinu.18 Þótt hundunum fækkaði hægt
skipti vitneskjan um að hundar mættu
ekki komast í sollin líffæri greinilega
sköpum, því að hratt og örugglega dró
úr smitinu.
Náttúrufræðingurinn
118