Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 75
5. mynd. Útbreiðsla og stærð hettumáfsvarpa
í Eyjafirði árið 2020. – Distribution and size of
Black-headed Gull nesting sites on the Eyja-
fjörður monitoring area in 2020.
Á Gálmaströnd, frá Arnarnesi í
norðri suður að Ósi við Hörgá, fjölgaði
varppörum í heild úr 146 í 193 (24%).
Hettumáfar urpu á þremur stöðum
bæði árin 2015 og 2020 en þó ekki að
öllu leyti þeim sömu. Nýr varpstaður
bættist við austan við Freyjulund, þá
fjölgaði verulega við tjörn norðaustan
við Spónsgerði (svonefnda Dauðatjörn),
pörum fækkaði við Arnarnes og nú var
ekkert varp við Hörgá neðan við bæ-
inn Ós. Svipaður fjöldi hóf að verpa við
Freyjulund (35 pör) og voru áður við Ós
(38 pör), svo má vera að það varp hafi
flutt sig í heild. Í þetta sinn urpu engir
hettumáfar inni í Hörgárdal.
Langstærsta varpið í Eyjafirði (374
pör) var nú í Krossanesborgum á Ak-
ureyri sem er friðaður fólkvangur.
Langflest pörin urpu í sefkraganum
umhverfis Djáknatjörn vorið 2020 (8.
mynd), en það hefur rúmlega tvöfaldast
frá 2015 og aldrei áður verið jafn stórt.
Vorið 2018 voru 357 pör í Krossanes-
borgum.7
Varpið við Hundatjörn í Naustaflóa
á Akureyri stóð nánast í stað milli
talninga en þar var fuglalíf vaktað ár-
lega á árunum 2008-2010 en eftir það
á tveggja ára fresti. Fjöldi varppara var
mestur vorið 2012 (128 pör), 94 pör
2014, 81 par 2015, 93 pör 2016, 71 par
2018 og 75 pör 2020.8
Í óshólmum Eyjafjarðarár norðan
gamla þjóðvegar urpu hettumáfar á
þremur aðskildum stöðum, alls 259 pör
og þar varð 58% aukning frá 2015.6
Inni í Eyjafjarðarsveit fjölgaði varp-
pörum við Kristnestjörn milli 2015 og
2020 úr 33 pörum í 51 (55%). Vorið 2015
urpu 163 hettumáfspör neðan við Brúna-
laug í Eyjafjarðarsveit og 68 pör neðan
við Laugaland þar skammt norðan við,
samtals 231 par. Vorið 2020 voru 259
pör neðan við Brúnalaug en aðeins 10
neðan Laugalands, alls 269 pör. Fjölg-
unin á þessum tveimur nærliggjandi
svæðum var samanlagt 16%.
Ef farið er út með Eyjafirði að austan-
verðu er fyrst komið að hettumáfsvarpi
við Tungutjörn á Svalbarðseyri. Það
hefur verið nokkuð stöðugt frá alda-
mótum, að meðaltali 53 pör (45-62 pör).
Vorið 2020 varp 51 par við tjörnina.
Í Höfðahverfi eru 16 varpstaðir
hettumáfa þekktir frá árinu 1990. Hettu-
máfum fækkaði stöðugt á þessu svæði
frá því sem mest var 271 par vorið 1990
niður í 18 pör 2015. Vorið 2020 voru 34
pör á fjórum stöðum á svæðinu í heild
og fjölgunin 89% frá 2015.
6. mynd. Heildarfjöldi hettumáfspara á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði á tímabilinu
1990 til 2020. – The total number of Black-headed Gull pairs in Eyjafjörður during
the period 1990 to 2020.
Ár / Year
0
500
1000
1500
2000
2500
Fj
öl
di
v
ar
pp
ar
a
/
N
os
b
re
ed
in
g
pa
irs
1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025
163
Ritrýnd grein / Peer reviewed