Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 76

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 76
Varpstaðir Hettumáfar verpa fyrst og fremst í votlendi og við tjarnir. Sefbreiður í tjörnum virðast vera staðir sem þeir sækja mest á. Þar voru stærstu vörpin, t.a.m. við Djáknatjörn í Krossanes- borgum og Dauðatjörn á Gálmaströnd en einnig má nefna Hundatjörn í Naustaflóa og Hundatjörn í Krossanes- borgum. Votlendar mýrar og kílar laða ennfremur hettumáfa til sín, s.s. við Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit, votlendis- svæðin við Svarfaðardalsá hjá Dalvík, kílarnir neðan við Holt og Hrafnsstaði í Svarfaðardal og Vatnsendamýrar innan við Ólafsfjarðarvatn. Í Eyja- firði eru aðeins fjórir staðir þar sem hettumáfsvörp eru á þurrlendi, þ.e. við Bustarbrekku í Ólafsfirði, Arnarnes á Gálmaströnd, Freyjulund á Gálma- strönd og Nes í Höfðahverfi. Á þessum fjórum stöðum var heildarfjöldi varp- para 116 sem er aðeins 6% allra hettu- máfspara á talningarsvæðinu. UMRÆÐA Eins og fram hefur komið í fyrri greinum um vöktun í Eyjafirði eiga hettumáfar það til að skipta um varp- staði og nema nýja staði.4 Vorið 2020 var ekkert varp á sjö stöðum sem voru notaðir 2015 og þá með samtals 58 varppör. Til samanburðar voru sex staðir notaðir 2020 en ekki 2015, þar af fimm þeirra nýir og voru samtals 73 pör á þessum sex stöðum. Núna urpu hettumáfar á 17 stöðum á norðursvæðinu (frá Glæsibæ og Sval- barðseyri og norður úr) en aðeins á sex stöðum á suðurhluta talningarsvæðis- ins. Á hinn bóginn urpu mun fleiri pör (1061) á suðursvæðinu en því nyrðra (861). Fjölgunin milli 2015 og 2020 var 399 pör. Á fjórum fjölsetnustu stöð- unum (Hrísar-Dalvík, Krossanesborgir, óshólmar Eyjafjarðarár, Brúnalaug) var fjölgunin samtals 460 pör. Stærstu hettumáfsvörpin hafa því dregið til sín hlutfallslega mörg ný pör, fleiri en nam heildaraukningu á vöktunarsvæðinu. Hettumáfar eru algengir varpfuglar á norðurhveli jarðar nánast hringinn í kringum hnöttinn. Stærstan hluta stofnsins er að finna í Evrópu þar sem hann er metinn 1,340,000 til 1,990,000 varppör9 en heimsstofninn er talinn vera 2,4-4,45 milljónir para.10 Framvinda hettumáfsstofnsins í heiminum í heild er óþekkt en stað- bundin vöktun fer fram í ýmsum 7. mynd. Hrísatjörn í Svarfaðardal. Vorið 2020 urpu 47 hettumáfspör við tjörnina. – Lake Hrísatjörn in Svarfaðardalur (N-Iceland), where 47 pairs of Black-headed Gulls nested in spring 2020. Ljósm./Photo: Sverrir Thorstensen, 25.05.2020. löndum. Í N-Ameríku þar sem hettu- máfur er tiltölulega nýr varpfugl er tegundin enn fáliðuð, 220 pör 2001- 2011,11 en stofninn hefur margfaldast síðustu áratugi.10 Á hinn bóginn hefur hettumáfum fækkað stöðugt víða í Evrópu, t.a.m. í Danmörku 1990-201112 og í Tékklandi 1993-2014.13 Fækkunin hefur verið veruleg svo ætla mætti að tegundin færi á válista í hættuflokkinn „Í hættu“ (e. endangered). Svo er þó ekki og eru hettumáfar skráðir í flokk- inn „Ekki í hættu“ (e. least concern) enda mjög útbreiddir, þeim hefur ekki fækkað það mikið og heildarstofninn er ennþá mjög stór. Framvinda varpstofns hettumáfa á Bretlandseyjum er allt önnur en annars staðar í Evrópu. Tímabili fækkunar lauk 2003-2004 og frá þeim tíma og allt til 2019 hefur stofninn stækkað jafnt og þétt.14 Það vill svo til að þessi framvinda er nákvæmlega sú sama og átt hefur sér stað í Eyjafirði (sjá 6. mynd). Þessar samstíga breytingar gætu bent til þess að íslenskir hettumáfar séu upprunnir á Bretlandseyjum, en aðeins rúm öld er síðan fyrsta hettumáfshreiðrið fannst á Íslandi, árið 1910 nærri Stokkseyri.15, 1 164 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: