Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 44
byggingu árið 194439,40 en tegundirnar voru taldar vera sandreyður, norðhvalur (Balaena mysticetus) og andarnefja (Hyperoodon ampullatus). Full ástæða er til að endurskoða þessar tegundagrein- ingar með nútíma sameindaaðferðum. UMRÆÐA Ánastaðahvalirnir Aðeins fimm sýni voru tekin úr Ána- staðahvölunum og að auki úr takmörk- uðum fjölda beina. Hugsanlegt er að öll beinin hafi verið úr sama dýri en skera mætti úr því með DNA greiningu beinanna. Einnig kann að vera að fleiri hvalategundir en steypireyður hafi verið meðal þeirra 32 hvala sem festust í ís við Ánastaði árið 1882. Þar er langreyður lík- legasta tegundin, annað hvort verið með í hópi steypireyða eða nærri þegar ís tók að þrengja að og hvalirnir endað innilok- aðir saman. Áhugavert væri að ná sýnum úr fleiri beinum frá 1882 til að kanna hvort ein- hverjar fleiri hvalategundir hafi verið í hópi hvalanna 32 sem lokuðust við Ána- staðafjöru og var slátrað. Fleiri bein en þessi í garðinum að Ytri-Ánastöðum hafa varðveist t.d. í safni Náttúrufræðistofn- unar Íslands, á byggðasafninu að Reykjum í Hrútafirði og á Illugastöðum á Vatnsnesi.1 Mögulega má nálgast enn fleiri bein úr hvölunum. Kjallarinn undir gamla húsinu að Ánastöðum var að hluta hlaðinn úr hvalbeinum 1882 en er nú undir bæjarhlaðinu við Syðri-Ána- staði. Síðan gætu enn verið nýtileg bein á kafi í jörð ofan hvalfjörunnar neðan Ánastaðabæjanna en 1882 voru grafnar svonefndar hvalgrafir til að geyma hval- afurðir um tíma.1 Hvalrekar og íshvalir Fyrr á öldum voru landsmenn lítt kunn- ugir heitum á hvölum, tegundum var ruglað saman, margir álitu hvali vera hættulegar kynjaskepnur eða voru lítt áhugasamir um skráningar á hvala- ströndum. Margháttaðar heimildir eru til um kynjadýr í höfunum við Ís- land.41,42,43,44,45 Flestar skráningar á hvala- ströndum á öldum áður eru úr annálum og tegundir oftast ekki tilgreindar. Einnig hafa skrásetjarar sjálfsagt verið misduglegir að skjalfesta hvalreka eða voru þannig í sveit settir að lítið sem ekkert var um rekna hvali. Þegar komið er fram á 19. öld má reikna með að skráningar hafi verið betri með auknum samskiptum manna, auð- veldari fréttaflutningi og betri þekkingu á hvölum. Ef aðeins eru tekin sambæri- leg tímabil fundust nær helmingi færri steypireyðar á 20. öld en á þeirri 19. (sbr. 1. töflu). Á fyrstu tveimur áratugum 21. aldar eru skráðar þrjár steypireyðar. Ef fram heldur sem horfir ættu samtals að reka 15 steypireyðar á öldinni, eða hlut- fallslega fleiri en á 20. öld. En því voru skráningar á steypireyðum um helmingi fleiri á 19. öld en á 20. öld? Og af hverju hafa hlutfallslega fleiri fundist á 21. öld en þeirri 20.? Steypireyðar sem reka á fjöru gætu hafa drepist á ýmsa vegu, bæði náttúru- lega og af mannavöldum. Ýmsir dauðs- fallaþættir hafa verið skráðir, s.s. að dýr hafi lokast í ís, verið drepin af háhyrn- ingum, komið í veiðarfæri eða hvalir fundist með skutul í sér. Fyrr á tímum voru hvalir stundum reknir á land en slíkar veiðiaðferðir (sem nú eru ólög- legar) virðist aldrei hafa verið notaðar Fjöldi rita No. of publications % Hvalbein, ógreind - Whale bones, unidentified* 72 66 Hvalbein, greind - Whale bones, identified 7 6 Hvalbein ekki nefnd - No whale bones mentioned 31 28 110 2. tafla. Niðurstaða leitar í ritum þar sem minnst er á hvalaleifar við fornleifauppgröft (n=110). – Results of literature search for whale remains in archaeological excavations in middens (n=110). *Sum rit nefna unna gripi úr hvalbeinum – Some literature mentions artifacts of whale bones (ecofacts). þar sem steypireyðar áttu í hlut enda engar smáskepnur. Steypireyðar fundust bæði dauðar og særðar eftir skutul. Nokkuð hefur því verið um hvalreka fyrrum af manna- völdum vegna veiða. Meðan norska hvalveiðitímabilið stóð yfir (1883 til 1915) fundust hvalir á fjöru eða á floti eftir að hvalveiðimenn höfðu skotið þá. Á ár- unum 1863 til 1872 misstu Norðmenn marga drepna hvali og rak suma á fjörur46 og einnig síðar. Þannig festi hvalveiði- skipið Hólar í hval norðan við Langanes 1898 en missti og rak hann skömmu síðar á Melrakkasléttu.47 Mörg atvik af svip- uðu togi eru skráð þótt hvalategundin sé ekki alltaf þekkt. Síðasta steypireyðurin sem skráð er í gagnagrunn með skutul í sér rak árið 1921.48 Þótt hvalveiðar hafi haft sitt að segja með steypireyðar sem fundust síðar dauðar er ljóst að ekki er einungis unnt að kenna hvalveiðimönnum um að fleiri hvalir hafi rekið á 19. öld en á þeirri 20. Veðurfar á seinni hluta 19. aldar var mörg árin einkar erfitt og ís oft landfastur.49 Það var á þessum árum sem margir Íslendingar fóru til Vest- urheims. Í hafísárum lokuðust hvalir iðulega í ís og eru fjölmargar heimildir þar að lútandi, t.d. inni á Eyjafirði.50 Slíkar aðstæður komu oft fyrir á seinni hluta 19. aldar en einnig á 20. öld s.s. 1917-18 og 1965-70. Stundum drápust hvalir sem lokuðust inni en einnig voru þeir drepnir þegar menn sáu að dýrin komust hvergi. Ánastaðahvalirnir sem urðu kveikjan að þessari samantekt um steypireyðar festust í ís og voru drepnir árið 1882.1 Náttúrufræðingurinn 132 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: