Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 58
4. Mynd. Langsnið eftir Tröllaskaga þar
sem urðarjöklum og urðartungum á 20
km breiðu belti er varpað inn í miðlínu og
sýna lóðréttu strikin hæðardreifingu urðar-
jökla af mismunandi virkni, virkir eru bláir
og óvirkir rauðir, (teikning 6.7 í Frerafjöll-
um27). – Altitude of rockglaciers in a 20 km
wide zone in Tröllaskagi projected into one
central section (active are blue and relict
are red and the the length of the sticks
shows altitude from top to toe) Frerafjöll26.
Ágúst Guðmundsson 2000.
og hindrað urðarjöklamyndun þar, en
að óvirku urðartungurnar í fjöllum úti
á jöðrum skagans, sýni langtíma niður-
brot og skrið sífrera utan jökla.
Þegar litið er nánar á tölfræðigögnin
koma fram áhugaverðar myndir sem
túlka má sem hluta af umhverfisað-
stæðum í loftslagssögu Íslands26. Á
mynd 5 eru sýnd litaskyggð belti yfir
stefnuháða dreifingu efri- og neðri-
marka virkra urðarjökla og annarra
urðartungna sem ólíklegt er að hafi
ískjarna á okkar tímum (ljósbrúnn
litur). Þar sést (lengst til hægri) að
neðri mörk urðartunga ná í nokkrum
tilfellum niður að sjávarmáli. Hafa ber
í huga að samfrosnar urðartungur eða
tungur með ískjarna halda áfram að
skríða undan halla lengi eftir að hita-
stig umhverfis þær er orðið hærra en
nemur fyrir sífreramörkum á viðkom-
andi stað. Því má ætla að slíkar þykkar
og stórar urðartungur hafi skriðið áfram
vegna innri íss, í mörg þúsund ár á
fyrri hluta nútíma.
Stefnurósin efst til vinstri á mynd
5 sýnir að virkir urðarjöklar á Íslandi
stefna flestir í norðlægar áttir. Urðar-
tungur með ískjarna ofan við um það bil
800 m hæð y.s eru líklega í jafnvægi við
loftslag síðustu árþúsunda. Rannsóknir
spænskra vísindamanna á urðarjöklum
í háfjöllum Tröllaskaga á síðasta áratug
benda til að virku urðarjöklarnir séu
flestir myndaðir á síðustu fimm- til sex-
þúsund árum.17, 18, 51
Myndirnar má túlka þannig að kjörað-
stæður fyrir myndun urðartunga sem
liggja í 300-700 m hæð y.s. hafi verið við
3-4 °C lægra meðalhitastig en ríkt hefur
á Íslandi síðustu árþúsundir og að þá
hafi mesta frostlosun á bergi átt sér stað
í tíðustum umskiptum milli frosts og
þíðu sem hafi verið til austurs og vest-
urs. Með frekari tímasetningum sem
helst er að fá með „strípunar- aldurs-
greiningum“ (e. exposure dating) og
með því að lesa í „strípaldur“ viðkom-
andi svæðis má líklega lesa nokkuð
dýpra í loftslagssögu fortíðar.
Urðarjöklar og urðarjöklaset (tungur
og bingir) eru talin vera skýrustu um-
merki um sífrera í fjalllendi bæði í nútíð
og í fortíð.12–14, 23, 32, 33, 50 Í liðlega aldarfjórð-
ung hefur höfundur unnið að kortlagn-
ingu á urðarjöklum (urðartungum og
bingjum). Dreifing þessarra fyrirbæra
um Ísland, (sjá mynd 8) er athyglisverð.
Urðarjöklarnir eru á þeim landsvæðum
sem áður hafa verið talin líkleg íslaus
svæði á ísaldartímanum.34–38 Þéttust
er dreifing framangreindra fyrirbæra
í fjalllendi Mið-Norðurlands beggja
vegna Eyjafjarðar og Skagafjarðar
ásamt stóru svæði á norðanverðum
Austfjörðum og í fjöllum milli Vopna-
fjarðar og Héraðs (sjá mynd 6). Miðað
við þær sífreramælingar sem farið hafa
fram hérlendis síðustu tvo áratugi má
ætla að nokkuð víða á Tröllaskaga og
Norð-Austurlandi sé sífreri í fjöllum og
hafi haldist þar samfellt frá lokum síð-
asta jökulskeiðs.22, 23, 51
Laust eftir síðustu aldamót útveguðu
franskir jarðfræðingar (Brigitte Van-
Vliet-Laone og fl.) greinarhöfundi
innrauðar SPOT gervitungla-myndir
af Íslandi. Þessi franski hópur hafði
stuttu áður birt grein með Íslands-
korti sem sýndi bæði ummerki um
útbreiðslu og botnskrið ísaldarjökla
og byggði túlkun þeirra á framan-
greindum myndum38). Af SPOT mynd-
unum var mun auðveldara en áður
að lesa ummerki um skriðstefnur ís-
aldarjökla en hægt var með eldri svart-
hvítum loftmyndum. Blasti þá við að á
stórum svæðum landsins mátti fylgja
botnskriðsstefnum jökla frá hálendi
og út dali, auk þess sem ummerki um
nokkrar afmarkaðar fornar jökul-
miðjur blöstu við á norður- og norð-
austurlandi (svo sem Skagi, Tjörnes og
Möðrudalsfjallgarður, Haugsöræfi og
Melrakkaslétta). Sömu sögu má segja
um framþróun á þessu sviði þegar staf-
ræn hæðarlíkön voru sett inn á net-
síður Landmælinga og hjá Ískortum
ehf fyrir nokkrum árum.
Landmótunarfræðingar telja að rekja
megi landmótun til tiltekinna langvinnra
umhverfisaðstæðna og rofafla er við-
komandi land mótaðist.38–40 Athugun
á framangreindum ummerkjum eftir
botnskrið jökla sýnir að fornir megin-
jöklar hafa sneitt merkilega vel framhjá
svæðum með urðarjöklum og urðar-
tungum þar sem hörfandi sífreri virðist
víða vera enn til staðar.
Náttúrufræðingurinn
146
Ritrýnd grein / Peer reviewed