Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 60
myndunum og fleiri komu að smærri verkefnum í sífrerarannsóknum næstu ár á eftir.17, 22 Síðsumars 2004 hafði höf- undur fengið íslenska borverktaka til að bora fjórar holur hátt yfir sjávarmáli og settu Norðmenn niður í þær strengi með þéttum hitanemum og síritandi gagnasöfnunarbúnaði á holutoppum.25 Við framangreindar athuganir voru fléttuð saman mæligögn úr borholum, fjölda stakra síritandi hitanema og lofts- lagsgögn. Á grundvelli þessara gagna voru gerðar frumútgáfur af útbreiðslu- kortum fyrir sífrera hérlendis, bæði með tilliti til loftslags á Litlu-ísöld sem stóð frá fjórtándu öld og fram á þá tutt- ugustu21 og einnig út frá upplýsingum um loftslag síðustu áratuga. Sífrerakort fyrir Ísland hafa svo verið unnin áfram og þróast hjá Norðmönnum hin síðari ár.22–26 Karianne Lilleören birti 2013 grein um útbreiðslu sífrera í fjöllum á Tröllaskaga23 og 2019 birtu Justina Cz- erkirda o. fl. yfirlitsgrein um útbreiðslu sífrera á Íslandi þar sem fléttað var saman fyrirliggjandi gögnum sem að- allega voru unnin af Norðmönnum.24 Árið 2020 birtu Bernd Etzelmuller og fl. yfirgripsmikla grein um sífrera og sífreraeinkenni á Íslandi þar sem farið er gróflega yfir líklega hegðun sífrera hérlendis frá hámarki síðasta jökul- skeiðs til nútíðar.22 Í kjölfar vinnu Norðmanna hafa nokkrir hópar erlendra vísindamanna komið að sífrerarannsóknum hin síðari ár. Má þar nefna hóp Spánverja sem hefur rann- sakað ítarlega ýmis jökla- og sífreraein- kenni og birt fjölda greina um hegðun sífrera í háfjöllum á Tröllaskaga.18 Í greinum þeirra er að finna margar „strípunar- aldursgreiningar“ bæði í Skagafjarðarhéraði og í fjöllum á Trölla- skaga.18, 51, 52 Þrátt fyrir að þeir beini nær eingöngu sjónum að þróun jökla á Tröllaskaga á nútíma og geri mæl- ingarnar jafnan niðri í skálunum þar sem jöklar lifa lengst, sýna niðurstöður „strípmælinga“ þeirra að jökulyfir- borð var komið niður fyrir 600 m hæð y.s. á fjallinu Elliða milli Hjaltadals og Kolbeinsdals fyrir 16-17 þúsund árum. (Miðað við eðliseiginleika jökla hefði sporður slíks jökuls þá legið í utan- verðum Kolbeinsdal27). Athyglisvert er að eftir fjögurra sumra leit að jökuls- lípuðum klöppum eða stórum grettis- tökum til „strípunarmælinga“ uppi á háfjöllum Tröllaskaga höfðu þeir hvergi fundið slík fyrirbæri. Auk ofanskráðs hefur Brigitte Van- Vliet-Laone, (ásamt frönskum sam- starfsmönnum og doktorsnemum) í meira en aldarfjórðung skoðað jarðsögu ísaldar- innar og sífreramyndana á Íslandi. Meðal athyglisverðra rannsókna hafa þau rakið og kortlagt setlög víða á Norð-Austurlandi og á Suðurlandi, sem hún telur vera jarð- veg, myndaðan á síðasta hlýskeiði.7, 55, 57 Brigitte greindi einnig þróun og samsetn- ingu setlaga sem fóru undir vatn í Háls- lóni við Kárahnjúka54. Einnig hefur fram- angreindur hópur franskra vísindamanna aldursgreint fjölda fjalla og bergmyndana frá síðari hluta ísaldar.58 Á suðurhálendinu er víða sífreri í jörðu ofan við 600 m y.s. Berggrunnskort hafði verið gert af sunnanverðum Sprengisandi laust fyrir aldamótin 200060. Árið 2003 var boruð hola í um 880 m hæð y.s. á hálsinum vestan við Hágöngulón og í hana settur lið- lega 12 m langur strengur með sírit- andi hitanemum. Þar kom í ljós 7-10 m þykkt sífreralag sem virðist fremur hafa gefið eftir en styrkst síðastliðna tvo áratugi (óbirt gögn Trond Eiken og Etzelmuller 2020 og 2023). Á árunum 2013-2015 stóð Landsvirkjun fyrir rann- sóknum á mögulegri virkjunarleið frá 800 m y.s. í Hágöngulóni og niður undir 600 m y.s. í Kvíslaveitu og nefnist ver- kefnið Skrokkölduvirkjun. Eftir liðlega 10 km langri mögulegri virkjunarleið voru boraðar um 15 kjarnaborholur og sá greinarhöfundur um jarðfræðilega hlið rannsóknanna. Í nokkrum borhol- anna komu fram sterkar vísbendingar um sífrerabelti skammt undir yfirborði. Þar er frosna efnið tiltölulega vatnsþétt en þegar borað var niður úr því hrundi vatnsborð í borholunum niður á tuga metra dýpi (eins og kemur fram í rann- sóknaskýrslum Jarðfræðistofunnar ehf. fyrir Landsvirkjun59. 7. mynd. Hitaferlar sýna sífrera í fjórum borholum í nálægt 900m hæð y.s. á Ís- landi, við Hágöngur, á Vopnafjarðarfjöll- um, á Gagnheiði og við Snæfell – Temper- ature profiles of boreholes near 900 m a.s.l. in Iceland. Teikning/Drawing Bernd Etzelmuller 2007. Náttúrufræðingurinn 148 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: