Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 45
Hvalbeinafundir í fornleifauppgröftum Hvalbein hafa margoft fundist þegar grafið hefur verið í forna öskuhauga eða býli. Fram að þessu hefur nær aldrei verið hægt að greina beinin til tegundar. Þau hafa oftast verið brotin, jafnvel ekki vitað hvaðan þau komu úr skrokknum og illgreinanleg til tegundar.51 Flestar slíkar ritsmíðar greina því einungis frá þeim sem ótilgreindum hvalbeinum. Úr sumum hvalbeinum sem upp hafa komið hafa verið búnir til smíðisgripir s.s. til heimilisnota. Það er aðeins ný- lega sem menn fóru að greina hvalbein til tegundar með sameindafræðilegum aðferðum eins og rakið er að ofan. Í nýlegri doktorsritgerð er getið um tegundagreind hvalbein úr fornleifa- uppgreftri á Grænlandi með slíkum að- ferðum.52 Gera má ráð fyrir að margar ritsmíðar muni nýta sér þessa nýju að- ferðir á næstu árum. Samantektir og samanburður á fornum hvalbeinum milli staða og tímabila eru fáar en þó eru undantekn- ingar. Brewington og félagar geta um 18 slík gagnasöfn frá 13 fornleifastöðum en mismiklar beinaleifar frá hverjum stað. Ef fleiri en eitt gagnasöfn var frá sama stað voru gögnin frá mismunandi tímabilum.53 Í samantekt um rannsóknir að Sveigakoti í Mývatnssveit er getið níu gagnasafna og voru hvalbein meðal þeirra allra. Þar af voru tvö gagnasett frá sama stað (Hofstöðum í Mývatnssveit) en frá mismunandi tímabilum.54 Fleiri viðlíka yfirlit hafa verið birt, t.d. í skýrslu um uppgröft í Tjarnargötu í Reykjavík þar sem tilgreind eru sex gagnasöfn, þ.a. tvö frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.55 Af þeim greiningum sem nefndar eru í ritum eru tvær tegundir sérdeilis áhuga- verðar, sléttbakur (Íslands-sléttbakur) og norðhvalur (Grænlands-sléttbakur). Sléttbakur mun hafa verið algengur við landið á öldum áður en veiddur ótæpi- lega.21,56 Tegundin hefur enn ekki náð sér á strik þrátt fyrir friðun lengi. Á árunum 1915-1987 sáust aðeins tveir sléttbakar með vissu.57 Síðan hafa sléttbakar sést a.m.k. sjö sinnum.58,59 Fjölgun skráðra sléttbaka á síðari árum bendir e.t.v. til að stofninn sé að stækka, þó verður að taka með í reikninginn að hvalarannsóknir úti á sjó hafa aukist til muna síðustu áratugi. Norðhvalur er aldrei talinn hafa verið al- gengur hér við land frá því landið byggð- ist. Þó eru nokkur dýr álitin hafa fundist hér á síðöldum.21 Á næstu árum munu nýjar aðferðir við greiningar á beinum til tegundar ef- laust stórbæta þekkingu á hinum ýmsu hvalategundum sem finnast við forn- leifarannsóknir. Ekki er síður áhugavert að tegundagreina öll þau ógreindu hval- bein sem fundist hafa síðustu áratugi og eiga að vera varðveitt, eflaust flest á Þjóðminjasafni Íslands. Þannig fengist mynd aftur í aldir, frá þeim tímum sem takmarkaðar beinar upplýsingar eru til um íslenska hvalastofna. Í fyrirlestri í Miðaldastofu Háskóla Íslands 22. október 2019 kom fram að steypireyður væri algengasta hvalategundin í ís- lenskum miðaldafornleifum.60 Hvers vegna? Getur verið af því þeir eru stærstir? Hefur steypireyðum fækkað mikið frá miðöldum? Áhugavert verður að bera saman hvalbein úr fornleifauppgröftum frá mismunandi tímabilum. Slíkur sam- anburður gæti sýnt breytingar í tíma sem síðan gætu bent til breytinga á hvalastofnum við landið. Skoða má tengsl við veiðar og loftslag sem gætu hafa haft áhrif á dreifingu hvala samfara öðrum breytingum á lífríki hafsins. Hvalveiðar og breytingar á stofni steypireyða Veiðar með skutli hafa verið stundaðar við Ísland frá örófi alda.46,61,62 Ástæða þótti að setja sérstakar lagareglur um hvali sem rak og voru með skutul í sér (eða skot eins og það var nefnt) á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Í Rekaþætti Jónsbókar frá 13. öld er m.a. fjallað um hvalreka og hvað gera skuli við skothvali, þ.e. hvali 6. mynd. Steypireyður á sundi við Vestmannaeyjar. Hyrnan á bakinu er einkennandi fyrir þessa tegund, hlutfallslega lítil, mun minni en á skyldum tegundum. Einnig sjást vel ljósu flekkirnir sem einkenna steypireyðar. – A Blue Whale off Vestmannaeyjar islands, Iceland. The relatively small dorsal fin distinguishes this species from other related baleen whales. The characteristic light spots can also be seen. Ljósm./photo. Fredrik Holm, 23.08.2020. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. tölublað (2023)
https://timarit.is/issue/435849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. tölublað (2023)

Aðgerðir: